Tveir bandarískir hermenn létu lífið þegar þyrla hrapaði í bardaganum í Najaf í dag. Þetta sagði fulltrúi bandaríska hersins í kvöld. Fréttamaður Reuters fréttaveitunnar sá þyrluna hrapa eftir að hafa lent í skothríð. Reykur liðaðist frá þyrlunni þegar hún hrapaði.
Írösk yfirvöld segja að þrír íraskir öryggissveitarmenn hafi látist í bardaganum. 250 uppreisnarmenn voru felldir í bardaganum en þeir voru stuðningsmenn klerksins Ahmed Hassani og voru bæði sjía og súnní múslimar þar á meðal.