Vara Írana við afskiptum 1. febrúar 2007 13:05 Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í samtali við BBC í morgun að vísbendingar væru um að Íranar hefðu á undanförnum misserum látið uppreisnarflokkum sjía um allt Írak í hendur sprengiefni og leiðbeiningar um notkun þess og það væri síðan notað til að ráðast gegn erlenda herliðinu sem er í landinu. Þannig hefði komið í ljós að menn sem handteknir voru í áhlaupi á íranska ræðismannsskrifstofu í Irbil í janúarbyrjun hefðu verið félagar í íranska byltingarverðinum en ekki diplómatar. Þessu hafa írönsk stjórnvöld neitað þráfaldlega. Í tengslum við þetta ákvað íraska ríkisstjórnin í morgun að loka landamærunum að Íran og stöðva allt flug til og frá Sýrlandi. Fyrir dyrum stendur enn eitt átakið gegn hermdarverkamönnum í landinu en talið er að nokkur hluti þeirra komi frá nágrannaríkjunum. Hinum megin Atlantshafsins stefnir allt í að öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum samþykki ályktun þar sem lagst er gegn þeim áformum Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak. Ályktunin er fyrst og fremst táknræn en sú staðreynd að repúblikanar í öldungadeildinni hafi snúist gegn forseta sínum er talið vera Bush mikið áhyggjuefni. Þá lýstu tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, þau Henry Kissinger og Madeleine Albright, þeirri skoðun sinni í yfirheyrslum hjá utanríkismálanefnd þingsins í gær að til að ná árangri í Írak ætti að leggja ætti höfuðáherslu á uppbyggjandi viðræður við nágrannaríkin en eins og yfirlýsing Burns frá því morgun ber með sér eru slíkar viðræður ekki hátt skrifaðar hjá stjórninni í Washington. Erlent Fréttir Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í samtali við BBC í morgun að vísbendingar væru um að Íranar hefðu á undanförnum misserum látið uppreisnarflokkum sjía um allt Írak í hendur sprengiefni og leiðbeiningar um notkun þess og það væri síðan notað til að ráðast gegn erlenda herliðinu sem er í landinu. Þannig hefði komið í ljós að menn sem handteknir voru í áhlaupi á íranska ræðismannsskrifstofu í Irbil í janúarbyrjun hefðu verið félagar í íranska byltingarverðinum en ekki diplómatar. Þessu hafa írönsk stjórnvöld neitað þráfaldlega. Í tengslum við þetta ákvað íraska ríkisstjórnin í morgun að loka landamærunum að Íran og stöðva allt flug til og frá Sýrlandi. Fyrir dyrum stendur enn eitt átakið gegn hermdarverkamönnum í landinu en talið er að nokkur hluti þeirra komi frá nágrannaríkjunum. Hinum megin Atlantshafsins stefnir allt í að öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum samþykki ályktun þar sem lagst er gegn þeim áformum Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak. Ályktunin er fyrst og fremst táknræn en sú staðreynd að repúblikanar í öldungadeildinni hafi snúist gegn forseta sínum er talið vera Bush mikið áhyggjuefni. Þá lýstu tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, þau Henry Kissinger og Madeleine Albright, þeirri skoðun sinni í yfirheyrslum hjá utanríkismálanefnd þingsins í gær að til að ná árangri í Írak ætti að leggja ætti höfuðáherslu á uppbyggjandi viðræður við nágrannaríkin en eins og yfirlýsing Burns frá því morgun ber með sér eru slíkar viðræður ekki hátt skrifaðar hjá stjórninni í Washington.
Erlent Fréttir Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira