Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál 1. febrúar 2007 18:53 Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis. Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis.
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira