Hlýnun bætir nýtingu virkjana 3. febrúar 2007 19:00 Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum." Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira