Tæknifyrirtækið Apple hefur loksins náð sátt í deilum sínum við Bítlana en þeir eiga útgáfufyrirtæki sem heitir Apple Corps. Allt síðan 1981 hafa Bítlarnir og Apple deilt um réttinn á vörumerkinu Apple.
Bítlarnir hafa ekki enn hafið sölu á tónlist sinni á tónlistarveitum á internetinu. Talið er að fyrst að sátt hafi náðst í málinu verði lög Bítlana brátt til sölu á iTunes, tónlistarveitu Apple.
Árið 2003, þegar Apple hóf að nota iTunes tónlistarverslunina, fóru Bítlarnir í mál við Apple og sögðu þá brjóta vörumerkjalög. Dómarinn í málinu sagði hins vegar að þar sem Apple byggi ekki til tónlist heldur sæi um að miðla henni, gæti fyrirtækið haldið nafni sínu.
Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í dag.