Heimkvaðning hermanna undirbúin 21. febrúar 2007 12:00 Búist er við að Danir og Bretar tilkynni í dag um heimkvaðningu hermanna frá Írak. Áætlað er að Blair forsætisráðherra tilkynni að brottflutningur breskra hermanna hefjist innan örfárra vikna og að forsætisráðherra Dana útlisti áætlun sína á blaðamannafundi síðdegis. Samkvæmt heimildum breskra miðla byggir áætlun Blairs á því að kalla heim 1.600 hermenn á næstu vikum en nú eru 7.100 breskir hermenn í Írak. Áætlað er að þeir sem eftir verði hafi allir bækistöðvar í Basra, annist eftirlit þar og gæti landamæranna að Íran. Búist er við því að um 3.000 hermenn hafi snúið heim fyrir lok ársins, versni ástandið í landinu ekki. Þingmenn úr öllum flokkum í Bretlandi fagna ákvörðun Blairs en vilja að forsætisráðherrann ákveði hvenær allir hermenn verði komnir heim. Forsætisráðherrann segir það vandasamt og geta orðið vatn á myllu uppreisnarmanna sem skipuleggi aðgerðir sínar í kringum þá dagsetningu. Blair sagði fyrir nokkrum dögum að breski herinn hefði lokið við að þjálfa íraskar hersveitir í Basra og þess vegna gætu þær nú tekið við öryggisgæslu á svæðinu og breski herinn snúið heim. Búist er við að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, tillkynni í dag að Danir fari að dæmi Breta og kalla heim einhvern hluta hermanna sinna frá Írak. Búist er við yfirlýsingu frá forsætisráðherranum og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, á blaðamannafundi síðar í dag. Danska fréttastofan Ritzau segir ekki hversu margir hermenn verði kvaddir heim, eða hvenær. Um 470 danskir hermenn eru í Írak, þar sem þeir eru hluti af breskri herdeild. Fimm danskir hermenn hafa fallið í landinu. Um leið og heimkvaðning er undirbúin hjá Bretum og Dönum eru Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínum um rúmlega 21.000 hermenn. Andstæðingar Bush Bandaríkjaforseta koma til með að nota þessar tilkynningar í dag til að gagnrýna þá fjölgun. Erlent Fréttir Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollum á Mexíkó Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Sjá meira
Búist er við að Danir og Bretar tilkynni í dag um heimkvaðningu hermanna frá Írak. Áætlað er að Blair forsætisráðherra tilkynni að brottflutningur breskra hermanna hefjist innan örfárra vikna og að forsætisráðherra Dana útlisti áætlun sína á blaðamannafundi síðdegis. Samkvæmt heimildum breskra miðla byggir áætlun Blairs á því að kalla heim 1.600 hermenn á næstu vikum en nú eru 7.100 breskir hermenn í Írak. Áætlað er að þeir sem eftir verði hafi allir bækistöðvar í Basra, annist eftirlit þar og gæti landamæranna að Íran. Búist er við því að um 3.000 hermenn hafi snúið heim fyrir lok ársins, versni ástandið í landinu ekki. Þingmenn úr öllum flokkum í Bretlandi fagna ákvörðun Blairs en vilja að forsætisráðherrann ákveði hvenær allir hermenn verði komnir heim. Forsætisráðherrann segir það vandasamt og geta orðið vatn á myllu uppreisnarmanna sem skipuleggi aðgerðir sínar í kringum þá dagsetningu. Blair sagði fyrir nokkrum dögum að breski herinn hefði lokið við að þjálfa íraskar hersveitir í Basra og þess vegna gætu þær nú tekið við öryggisgæslu á svæðinu og breski herinn snúið heim. Búist er við að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, tillkynni í dag að Danir fari að dæmi Breta og kalla heim einhvern hluta hermanna sinna frá Írak. Búist er við yfirlýsingu frá forsætisráðherranum og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, á blaðamannafundi síðar í dag. Danska fréttastofan Ritzau segir ekki hversu margir hermenn verði kvaddir heim, eða hvenær. Um 470 danskir hermenn eru í Írak, þar sem þeir eru hluti af breskri herdeild. Fimm danskir hermenn hafa fallið í landinu. Um leið og heimkvaðning er undirbúin hjá Bretum og Dönum eru Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínum um rúmlega 21.000 hermenn. Andstæðingar Bush Bandaríkjaforseta koma til með að nota þessar tilkynningar í dag til að gagnrýna þá fjölgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollum á Mexíkó Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Sjá meira