Óli H. Þórðarson hættir störfum 5. mars 2007 09:40 Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun