Óli H. Þórðarson hættir störfum 5. mars 2007 09:40 Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun