Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak 15. mars 2007 18:45 Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú. Al Sadr háskólasjúkrahúsið í Basra var eitt það fullkomnasta í Írak fyrir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir tæpum fjórum árum. Það er nú skugginn af sjálfu sér. Vopnaðir verðir eru nú við innganga þess. Læknar innan dyra þurfa að vinna með úreltan búnað og algengt er að rafmang fari af í lengri eða skemmri tíma. Verstur er þó lyfjaskorturinn. Las Falal, lyfjafræðingur, segist hafa heyrt af því að fjölmargir sjúklingar í Írak hafi látist þar sem þeir hafi ekki fengið lyfin sín. Þau lyf sem berist séu síðan útrunnin og gagnist því engum. Krabbameinslyf eru nær engin og ekki hægt að veita öllum sem þurfa lyfjameðferð. Yfirvöld segja endurreisn landsins í fullum gangi. Innviðir landsins séu illa farnir og því þurfi að forgangsraða sem hafi verið gert. Enginn er óhultur í Írak. Hvorki almennir borgarar né háttsettir stjórnmálamenn. Abdul Aziz al-Hakeem, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Sjía, hefur misst alla bræður sína og óttast sífellt um eigið líf. Methal Al-Alosi, er þingmaður súnnía. Hann missti tvo syni sína í árás skömmu eftir að annar þeirra gekk í það heilaga. Þeir hafi orðið fyrir árás um fimmtíu metra frá fjölskylduheimilinu. Hann hafi heyrt byssugeltið og hlaupið út með vopn í hendi. Það hafi hins vegar verið um seinan. Tony Blair, forsætisráðherra, segist harma dauðsföll meðal almennra borgar í Írak en ekki sé hægt að skella skuldinni á Bandaríkjamenn, Breta eða önnur ríki sem tóku þátt í innrásinni. Sumir segir að fólk sé að deyja Írak, sem sé hræðilegt, og því eigi erlend herlið að fara frá Írak. Blair spyr á móti hver sé að myrða almenna Íraka? Það séu ekki bandamenn - ekki breskir hermenn eða Bandarískir - heldur hryðjuverkamenn og þeir sem vilji koma rót á landið. Erlent Fréttir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú. Al Sadr háskólasjúkrahúsið í Basra var eitt það fullkomnasta í Írak fyrir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir tæpum fjórum árum. Það er nú skugginn af sjálfu sér. Vopnaðir verðir eru nú við innganga þess. Læknar innan dyra þurfa að vinna með úreltan búnað og algengt er að rafmang fari af í lengri eða skemmri tíma. Verstur er þó lyfjaskorturinn. Las Falal, lyfjafræðingur, segist hafa heyrt af því að fjölmargir sjúklingar í Írak hafi látist þar sem þeir hafi ekki fengið lyfin sín. Þau lyf sem berist séu síðan útrunnin og gagnist því engum. Krabbameinslyf eru nær engin og ekki hægt að veita öllum sem þurfa lyfjameðferð. Yfirvöld segja endurreisn landsins í fullum gangi. Innviðir landsins séu illa farnir og því þurfi að forgangsraða sem hafi verið gert. Enginn er óhultur í Írak. Hvorki almennir borgarar né háttsettir stjórnmálamenn. Abdul Aziz al-Hakeem, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Sjía, hefur misst alla bræður sína og óttast sífellt um eigið líf. Methal Al-Alosi, er þingmaður súnnía. Hann missti tvo syni sína í árás skömmu eftir að annar þeirra gekk í það heilaga. Þeir hafi orðið fyrir árás um fimmtíu metra frá fjölskylduheimilinu. Hann hafi heyrt byssugeltið og hlaupið út með vopn í hendi. Það hafi hins vegar verið um seinan. Tony Blair, forsætisráðherra, segist harma dauðsföll meðal almennra borgar í Írak en ekki sé hægt að skella skuldinni á Bandaríkjamenn, Breta eða önnur ríki sem tóku þátt í innrásinni. Sumir segir að fólk sé að deyja Írak, sem sé hræðilegt, og því eigi erlend herlið að fara frá Írak. Blair spyr á móti hver sé að myrða almenna Íraka? Það séu ekki bandamenn - ekki breskir hermenn eða Bandarískir - heldur hryðjuverkamenn og þeir sem vilji koma rót á landið.
Erlent Fréttir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“