Viðskipti innlent

Hf. Eimskipafélagið tapaði hálfum milljarði

Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands.
Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands.

Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði tapi upp á 5,6 milljónum evra, jafnvirði tæplega hálfs milljarðs íslenskra króna, á fyrstu rekstrarfjórðungi fyrirtækisins sem lauk í enda janúar. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins á sama tíma í fyrra rúmum 8,3 milljónum evra, 739,8 milljónum króna. Þetta er í takt við væntingar, að sögn Magnúsar Þorsteinssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins.

Baldur Guðnason, sem gegnt hefur starfi forstjóra dótturfélags Eimskipafélagsins, hefur verið ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Magnús Þorsteinsson, sem verið hefur starfandi stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands, verður nú stjórnarformaður þess. Hann mun halda áfram að vinna að frekari uppbyggingu félagsins ásamt öðrum stjórnarmönnum og helstu stjórnendum þess, að því er segir í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar Íslands.

Í ársfjórðungsuppgjöri Hf Eimskipafélags Íslands kemur fram að heildartekjur á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi numið 399 milljónum evra, jafnvirði 34,6 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 204 milljónir evra, jafnvirði 18,2 milljarða króna á sama tíma fyrir ári.

Heildarkostnaður á tímabilinu nam 388 milljónum evra, jafnvirði 35,5 milljarða íslenskra króna.

Rekstrarhagnaður fyrir gjöld og fjármagnsliði nam (EBITDA) nam 32 milljónum evra, rúmlega 2,8 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu.

Eigið fé Hf Eimskipafélags Íslands nam 539 milljónum evra, jafnvirði 48 milljörðum íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall nam 29 prósentum..ir evra - eiginfjárhlutfall 29%

Í tilkynningu frá Hf. Eimskipafélagi Íslands kemur fram að fyrirtækið hóf að gera upp í evrum 1. nóvember í fyrra.

Uppgjör Hf. Eimskipafélags Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×