Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket 23. mars 2007 19:15 Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira