Erlent

Jöklar bráðna hraðar en spáð hafði verið

AFP
Hækkandi sjávarborð og bráðnun heimskautajökla er við efri mörk þess sem spáð hefur verið. Vísindamenn óttast nú að bráðnunin muni enn hraðast. Þetta er niðurstaða könnunar vísindamanna á gervihnattamyndum. Þeir segja að bráðnun á Grænlandsjökli og Suðurskautinu nálgist nú það stig að þróuninni verði ekki snúið við og haldi fram sem horfi muni yfirborð sjávar hækka um nokkra metra á næstu áratugum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×