Uppreisnarmenn í Sómalíu skutu eþíópska þyrlu niður í Mogadishu í morgun. Þetta er annar dagur átaka í höfuðborginni eftir að herir Sómalíu og Eþíópíu réðust harkalega gegn íslamistum og ættbálkaherliðum. Yfir 30 manns hafa látist frá því í átakið hófst.
Sprengjum rigndi yfir íbúahverfi og vitni sáu tvær eþíópískar þyrlur skjóta á virki uppreisnarmanna rétt áður en flugskeyti hitti aðra þyrluna.
Eugen Sorg, svissneskur fréttamaður sem var á staðnum, horfði á atburðarrásina af húsþaki í nágrenninu. Hann sagði þyrluna hafa hrapað til jarðar og lent á enda flugbrautar.Átökin nú eru þau verstu í borginni í marga mánuði.