Refsingum hótað 31. mars 2007 19:30 Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands. MYND/AP Íranar láta að því liggja að bresku sjóliðarnir fimmtán, sem handteknir voru á dögunum, verði ákærðir og þeim refsað fyrir landhelgisbrot. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, kveðst áhyggjufull yfir stefnu íranskra stjórnvalda í málinu en hún sendi þeim opinbert svarbréf vegna þess í dag. Rúm vika er síðan sjóliðarnir voru handteknir við eftirlitsstörf í Shatt al-Arab-ósnum í botni Persaflóa, að sögn stjórnvalda í Teheran vegna þess að þeir voru í íranskri lögsögu. Örlög þeirra hafa undanfarna daga verið bitbein ríkisstjórna Bretlands og Írans og virðist deila þeirra fara stöðugt harðnandi. Í gærkvöld fullyrti Gholam-Reza Ansari, sendiherra Írans í Rússlandi í samtali við þarlenda sjónvarpsstöð, að rannsókn stæði nú yfir á meintum brotum sjóliðanna og komi í ljós nægar vísbendingar um sekt þeirra verða þeir ákærðir og dregnir fyrir dóm. Ansari skoraði auk þess á bresk stjórnvöld að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á þeim. Litlar líkur eru á að honum verði að ósk sinni. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands fór mjög hörðum orðum um Írana í gær eftir að þeir birtu sjónvarpsmynd af einum sjóliðanna þar sem hann baðst velvirðingar á að hafa siglt inn í lögsöguna. Utanríkisráðherrar ESB skoruðu svo á Írana að láta sjóliðana lausa tafarlaus og án skilyrða. Ansari sagði raunar í dag að þýðendur hefðu oftúlkað orð sín en málið væri þó í lagalegum farvegi. Margaret Beckett utanríkisráðherra Bretlands lét í ljós áhyggjur yfir þessu útspili sendiherrans nú síðdegis en sagði það þó engu breyta um afstöðu sína. Hún hefur sent írönsku ríkisstjórninni formlegt andmælabréf vegna málsins. Komið hefur til tals að Bandaríkjamenn láti úr haldi fimm liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem þeir handtóku í írösku borginni Irbil í ársbyrjun gegn því að bresku sjóliðunum verði sleppt. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins vísaði þessum hugmyndum hins vegar á bug í gær og sjóliðarnir munu því dúsa áfram í prísund sinni. Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Íranar láta að því liggja að bresku sjóliðarnir fimmtán, sem handteknir voru á dögunum, verði ákærðir og þeim refsað fyrir landhelgisbrot. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, kveðst áhyggjufull yfir stefnu íranskra stjórnvalda í málinu en hún sendi þeim opinbert svarbréf vegna þess í dag. Rúm vika er síðan sjóliðarnir voru handteknir við eftirlitsstörf í Shatt al-Arab-ósnum í botni Persaflóa, að sögn stjórnvalda í Teheran vegna þess að þeir voru í íranskri lögsögu. Örlög þeirra hafa undanfarna daga verið bitbein ríkisstjórna Bretlands og Írans og virðist deila þeirra fara stöðugt harðnandi. Í gærkvöld fullyrti Gholam-Reza Ansari, sendiherra Írans í Rússlandi í samtali við þarlenda sjónvarpsstöð, að rannsókn stæði nú yfir á meintum brotum sjóliðanna og komi í ljós nægar vísbendingar um sekt þeirra verða þeir ákærðir og dregnir fyrir dóm. Ansari skoraði auk þess á bresk stjórnvöld að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á þeim. Litlar líkur eru á að honum verði að ósk sinni. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands fór mjög hörðum orðum um Írana í gær eftir að þeir birtu sjónvarpsmynd af einum sjóliðanna þar sem hann baðst velvirðingar á að hafa siglt inn í lögsöguna. Utanríkisráðherrar ESB skoruðu svo á Írana að láta sjóliðana lausa tafarlaus og án skilyrða. Ansari sagði raunar í dag að þýðendur hefðu oftúlkað orð sín en málið væri þó í lagalegum farvegi. Margaret Beckett utanríkisráðherra Bretlands lét í ljós áhyggjur yfir þessu útspili sendiherrans nú síðdegis en sagði það þó engu breyta um afstöðu sína. Hún hefur sent írönsku ríkisstjórninni formlegt andmælabréf vegna málsins. Komið hefur til tals að Bandaríkjamenn láti úr haldi fimm liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem þeir handtóku í írösku borginni Irbil í ársbyrjun gegn því að bresku sjóliðunum verði sleppt. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins vísaði þessum hugmyndum hins vegar á bug í gær og sjóliðarnir munu því dúsa áfram í prísund sinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira