Ákvörðun um kosningar í Úkraínu endanleg 3. apríl 2007 18:49 Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í dag eftir að forseti landsins, Viktor Jústjenkó, ákvað skyndilega að rjúfa þing og boða til kosninga í lok maí. Ástæða ákvörðunarinnar er grimmileg valdabarátta þeirra Viktors Janukovits, forsætsráðherra. Á undanförnum mánuðum hefur Janukovits tekist að lokka yfir í þinglið sitt fjölmarga flokksbræður Jústsjenkós. Ekki vantar mikið upp á að ríkisstjórn hans hafi nægilegan styrk til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum forsetans. Þetta segir Jústjenkó hins vegar brjóta í bága við stjórnarskrána því einungis flokkar en ekki einstaklingar mega söðla um, og því hafi þingrof verið eina lausnin. Janukovits brást ókvæða við ákvörðun forsetans og sagði hann hafa gert afdrifarík mistök. Þá neituðu nokkrir stuðningsmanna hans á þinginu að leggja niður störf og kröfðust þess að stjórnlagadómstóll landsins ógilti ákvörðunina. Jústsjenkó kallaði Janukovits á sinn fund í dag og tjáði honum að sér yrði ekki haggað og varaði hann um leið við því að efna til uppþota. Nokkur þúsund manns hafa síðan í gærkvöld tekið sér stöðu fyrir utan þinghúsið og mótmælt þingrofinu á friðsamlegan hátt, á sama torgi og appelsínugula byltingin svonefnda hófst haustið 2004 þegar þessir erkifjendur börðust um forsetaembættið. Fréttir Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í dag eftir að forseti landsins, Viktor Jústjenkó, ákvað skyndilega að rjúfa þing og boða til kosninga í lok maí. Ástæða ákvörðunarinnar er grimmileg valdabarátta þeirra Viktors Janukovits, forsætsráðherra. Á undanförnum mánuðum hefur Janukovits tekist að lokka yfir í þinglið sitt fjölmarga flokksbræður Jústsjenkós. Ekki vantar mikið upp á að ríkisstjórn hans hafi nægilegan styrk til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum forsetans. Þetta segir Jústjenkó hins vegar brjóta í bága við stjórnarskrána því einungis flokkar en ekki einstaklingar mega söðla um, og því hafi þingrof verið eina lausnin. Janukovits brást ókvæða við ákvörðun forsetans og sagði hann hafa gert afdrifarík mistök. Þá neituðu nokkrir stuðningsmanna hans á þinginu að leggja niður störf og kröfðust þess að stjórnlagadómstóll landsins ógilti ákvörðunina. Jústsjenkó kallaði Janukovits á sinn fund í dag og tjáði honum að sér yrði ekki haggað og varaði hann um leið við því að efna til uppþota. Nokkur þúsund manns hafa síðan í gærkvöld tekið sér stöðu fyrir utan þinghúsið og mótmælt þingrofinu á friðsamlegan hátt, á sama torgi og appelsínugula byltingin svonefnda hófst haustið 2004 þegar þessir erkifjendur börðust um forsetaembættið.
Fréttir Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira