Erlent

Mannshjarta ræktað úr stofnfrumum

Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Talið er að innan þriggja ára verði hægt að nota þessa tækni til líffæraflutninga. Á hverju ári þarfnast tíu þúsund Bretar hluta úr hjarta, svo að niðurstöðurnar hafa skiljanlega vakið töluverða athygli. Að sögn vísindamannanna eru vonir bundnar við að eftir áratug eða svo verði hægt að ganga skrefinu lengra og rækta heilt mannshjarta með stofnfrumum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×