Átti marga aðdáendur og fjendur 23. apríl 2007 19:45 Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira