Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi Guðjón Helgason skrifar 27. apríl 2007 19:06 Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann sagði það vegna brotthvarfs Bandaríkjahers sem farið hafi verið út í viðræður við Evrópuríki og Kanadamenn um varnir á Atlantshafi. Verið sé að semja um það sem Bandaríkjamenn hafi áður séð um. Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að forsætis-, dómsmála- og utanríkisráðuneytin skipuðu starfshóp til að semja við nágrannaríki sem hefðu hag af vörnum á svæðinu. Þetta byggði á aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og lykilsamningur um varnir Íslands yrði áfram varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn bæði á friðar- og ófriðartímum. Grétar Már segir það hafa legið beinast við að semja við Dani og Norðmenn. Verið sé að tala við Breta og Kanadamenn og 17. maí hefjist viðræður við Þjóðverja. Grétar Már segir kynningarfundi hafa verið haldna með Bretum og Kanadamönnum og vilji til samstarfs. Von sé á fulltrúum þessara ríkja á næstu vikum og mánuðum. Grétar Már segir viðræðuferlið í gangi og ánægjulegt ef það tækist að flétta saman það sem þessar þjóðir séu að gera á Atlantshafinu og mynda öryggisnet. Þessar þjóðir vinni allar á Atlantshafinu og það næðust með þessu samlegðaráhrif. Grétar Már segir að unnið verði innan ramma Atlantshafsbandalagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann sagði það vegna brotthvarfs Bandaríkjahers sem farið hafi verið út í viðræður við Evrópuríki og Kanadamenn um varnir á Atlantshafi. Verið sé að semja um það sem Bandaríkjamenn hafi áður séð um. Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að forsætis-, dómsmála- og utanríkisráðuneytin skipuðu starfshóp til að semja við nágrannaríki sem hefðu hag af vörnum á svæðinu. Þetta byggði á aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og lykilsamningur um varnir Íslands yrði áfram varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn bæði á friðar- og ófriðartímum. Grétar Már segir það hafa legið beinast við að semja við Dani og Norðmenn. Verið sé að tala við Breta og Kanadamenn og 17. maí hefjist viðræður við Þjóðverja. Grétar Már segir kynningarfundi hafa verið haldna með Bretum og Kanadamönnum og vilji til samstarfs. Von sé á fulltrúum þessara ríkja á næstu vikum og mánuðum. Grétar Már segir viðræðuferlið í gangi og ánægjulegt ef það tækist að flétta saman það sem þessar þjóðir séu að gera á Atlantshafinu og mynda öryggisnet. Þessar þjóðir vinni allar á Atlantshafinu og það næðust með þessu samlegðaráhrif. Grétar Már segir að unnið verði innan ramma Atlantshafsbandalagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira