Átök í Tallin Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2007 12:15 Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Sú ákvörðun eistneskra stjórnvalda að fjarlægja minnismerki um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla reiði hjá þeim þriðjungi Eista sem eru af rússneskum uppruna. Aðrir Eistar telja minnismerkið minna á þá kúgun sem þjóðin hafi mátt þola á meðan Eistland var hluti Sovétríkjanna. Friðsöm mótmæli í fyrrakvöld breyttust í óeirðir þar sem einn lét lífið, tugir særðust og þrjú hundruð voru handteknir. Kveikt var í verslunum og þær rændar og ruplaðar. Í gærdag var svo minnismerkið fjarlægt og flutt á leynilegan stað. Um þúsund mótmælendur komu þá saman í miðborg Tallin og aftur kom til átaka. Tugir særðust þá og margir voru handteknir. Lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem svaraði með eldsprengjum. Enn var rænt og ruplað í búðum. Ró hafði færst yfir borgina í morgun en yfirvöld búa sig undir áframhaldandi átök í kvöld. Rússar eru ævareiðir vegna aðgerða eistneskra yfirvalda. Eistar segjast vilja rannsaka líkamsleifar sem hafi hvílt undir minnismerkinu og færa það svo á annan stað. Líklegt er talið að það verði sett í kirkjugarð hersins í Tallin. Erlent Fréttir Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Sú ákvörðun eistneskra stjórnvalda að fjarlægja minnismerki um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla reiði hjá þeim þriðjungi Eista sem eru af rússneskum uppruna. Aðrir Eistar telja minnismerkið minna á þá kúgun sem þjóðin hafi mátt þola á meðan Eistland var hluti Sovétríkjanna. Friðsöm mótmæli í fyrrakvöld breyttust í óeirðir þar sem einn lét lífið, tugir særðust og þrjú hundruð voru handteknir. Kveikt var í verslunum og þær rændar og ruplaðar. Í gærdag var svo minnismerkið fjarlægt og flutt á leynilegan stað. Um þúsund mótmælendur komu þá saman í miðborg Tallin og aftur kom til átaka. Tugir særðust þá og margir voru handteknir. Lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem svaraði með eldsprengjum. Enn var rænt og ruplað í búðum. Ró hafði færst yfir borgina í morgun en yfirvöld búa sig undir áframhaldandi átök í kvöld. Rússar eru ævareiðir vegna aðgerða eistneskra yfirvalda. Eistar segjast vilja rannsaka líkamsleifar sem hafi hvílt undir minnismerkinu og færa það svo á annan stað. Líklegt er talið að það verði sett í kirkjugarð hersins í Tallin.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira