Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri 8. maí 2007 12:11 Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. Daginn sem tvö sögufræg hús brunnu í miðborginni, þann átjánda apríl síðastliðinn, var borgarstjórinn ómyrkur í máli um uppbyggingu á reitnum: "Ég vil sjá uppbyggingu á þessu svæði í þeim anda sem að hérna þessi hús hafa sýnt okkur, endurgera þau ef nokkur kostur er eða hérna byggja í svipuðum stíl eins og til dæmis gert var í Aðalstræti núna nýlega... En ég legg áherslu á það já að við höldum í þessa sögufrægu mynd sem að hér hefur svo lengi blasað við." Margir tóku í sama streng, meðal annars formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Nú kveður við annan tón í grein sem borgarstjórinn skrifar í Morgunblaðið í dag til að kynna málþing um framtíð brunareitsins. Þingðið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli klukkan fjögur og sex. Í greininni skrifar borgarstjóri: "Skemmst er frá því að segja að götumyndin verður aldrei eins. Nýtt hús á reit Austurstrætis 22 verður aldrei sama húsið og hýsti Jörund hundadagakonung, Haraldarbúð, Karnabæ eða Pravda. Nú er mikilvægt að við beinum sjónum okkar að þeim tækifærum sem felast í væntanlegri uppbyggingu til styrkingar atvinnulífs og mannlífs í borginni. Hvað er hægt að gera til að stuðla að því að hjarta Reykjavíkur tifi jafnvel af enn meiri krafti eftir brunann en fyrir hann?" Ekki náðist í borgarstjóra í morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl. Daginn sem tvö sögufræg hús brunnu í miðborginni, þann átjánda apríl síðastliðinn, var borgarstjórinn ómyrkur í máli um uppbyggingu á reitnum: "Ég vil sjá uppbyggingu á þessu svæði í þeim anda sem að hérna þessi hús hafa sýnt okkur, endurgera þau ef nokkur kostur er eða hérna byggja í svipuðum stíl eins og til dæmis gert var í Aðalstræti núna nýlega... En ég legg áherslu á það já að við höldum í þessa sögufrægu mynd sem að hér hefur svo lengi blasað við." Margir tóku í sama streng, meðal annars formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Nú kveður við annan tón í grein sem borgarstjórinn skrifar í Morgunblaðið í dag til að kynna málþing um framtíð brunareitsins. Þingðið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur á morgun milli klukkan fjögur og sex. Í greininni skrifar borgarstjóri: "Skemmst er frá því að segja að götumyndin verður aldrei eins. Nýtt hús á reit Austurstrætis 22 verður aldrei sama húsið og hýsti Jörund hundadagakonung, Haraldarbúð, Karnabæ eða Pravda. Nú er mikilvægt að við beinum sjónum okkar að þeim tækifærum sem felast í væntanlegri uppbyggingu til styrkingar atvinnulífs og mannlífs í borginni. Hvað er hægt að gera til að stuðla að því að hjarta Reykjavíkur tifi jafnvel af enn meiri krafti eftir brunann en fyrir hann?" Ekki náðist í borgarstjóra í morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira