Englandsdrottning í Hvíta húsinu Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 13:00 Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira