Erlent

Munnmök gætu verið krabbameinsvaldandi

MYND/GETTY

Bandarískir vísindamenn staðhæfa að vírus sem smitast getur með munnmökum geti orsakað ákveðna tegund krabbameins í hálsi.

Rannsakendur við John Hopkins Háskólann segja að HPV vírusinn sé jafnvel stærri áhættuþáttur en neysla tóbaks og áfengis.

Á fréttavef BBC kemur fram að í rannsókn sem birtist í The New England Journal of Medicine er áhættan á þessari tegund krabbameins sögð tæplega níu sinnum meiri hjá því fólki sem hafði stundað munnmök með fleiri en sex bólfélögum.

Þrjú hundruð manns tóku þátt í rannsókninni og voru líkurnar á þessari ákveðnu tegund krabbameins í hálsi mun meiri hjá þeim sem stundað höfðu munnmök. Aðrir sérfræðingar segja stærri rannsókn þurfi til þess að staðfesta niðurstöðurnar.

Hér má sjá fréttina í heild sinni á vef BBC



Fleiri fréttir

Sjá meira


×