Brown vill leiða ríkisstjórn Guðjón Helgason skrifar 11. maí 2007 18:45 Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Það var á fundi með stuðningsmönnum í Lundúnum í dag sem Brown tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir leiðtogasætinu og því að fá að leiða nýja ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing kom engum á óvart enda vitað að Brown ætlaði sér að krækja í embættið á eftir Blair. Sagan segir að þeir hafi í raun samið um það þegar John Smith, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, féll skyndilega frá árið 1994. Þessu hafa þeir þó báðir neitað. Blair lýsti í morgun yfir stuðningi við Brown sem boðaði þá til framboðsfundar. Hann lofsögn fráfarandi forsætisráðherra en sagðist ætla að innleiða nýja stjórnarhætti. Verkamannaflokkinn hefði á liðnum áratug byggt upp sanngjarnara samfélag en gera þyrfti betur. Hann ætlaði að styrkja efnahag landsins enn frekar, eyða fátækt meðal barna og finna leiðir til þess að takast á við loftlagsbreytingar í heiminum. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á staðfestu í baráttunni við hryðjuverk. Hann sagði fyrsta verk sitt í embætti þó verða að takast á við erfið verkefni í heilbrigðisþjónustunni. Talið er að Brown eigi auðvelda leið í leiðtogaembættið og Downing-stræti 10. Hann bauð þó hverjum sem væri að takast á við sig um leiðtogahlutverkið. Ekki er þó búist við að þungaviktarmenn bjóði sig fram gegn honum. Tveir minni spámenn á vinstrivæng flokksins leita þó stuðnings fyrir framboð sín en hafa samið um að sá sem afli fleiri fylgismanna um helgina haldi áfram en hinn víki. Val á formanni er sjö vikna ferli sem lýkur í lok júní. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Það var á fundi með stuðningsmönnum í Lundúnum í dag sem Brown tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir leiðtogasætinu og því að fá að leiða nýja ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing kom engum á óvart enda vitað að Brown ætlaði sér að krækja í embættið á eftir Blair. Sagan segir að þeir hafi í raun samið um það þegar John Smith, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, féll skyndilega frá árið 1994. Þessu hafa þeir þó báðir neitað. Blair lýsti í morgun yfir stuðningi við Brown sem boðaði þá til framboðsfundar. Hann lofsögn fráfarandi forsætisráðherra en sagðist ætla að innleiða nýja stjórnarhætti. Verkamannaflokkinn hefði á liðnum áratug byggt upp sanngjarnara samfélag en gera þyrfti betur. Hann ætlaði að styrkja efnahag landsins enn frekar, eyða fátækt meðal barna og finna leiðir til þess að takast á við loftlagsbreytingar í heiminum. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á staðfestu í baráttunni við hryðjuverk. Hann sagði fyrsta verk sitt í embætti þó verða að takast á við erfið verkefni í heilbrigðisþjónustunni. Talið er að Brown eigi auðvelda leið í leiðtogaembættið og Downing-stræti 10. Hann bauð þó hverjum sem væri að takast á við sig um leiðtogahlutverkið. Ekki er þó búist við að þungaviktarmenn bjóði sig fram gegn honum. Tveir minni spámenn á vinstrivæng flokksins leita þó stuðnings fyrir framboð sín en hafa samið um að sá sem afli fleiri fylgismanna um helgina haldi áfram en hinn víki. Val á formanni er sjö vikna ferli sem lýkur í lok júní.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“