Fékk skipanir um að falsa aflaskýrslur Kristinn Hrafnsson skrifar 11. maí 2007 20:18 Fyrrverandi skipstjóri hjá stórútgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík segist hafa fengið skipanir frá útgerðinni um að stunda stórfellt svindl með því að falsa aflaskýrslur. Með þessu hafi þúsund tonnum af þorski verið skotið undan, að núvirði 250 til 270 milljónir króna. Þorskurinn var ranglega skráður sem ufsi. Umfjöllun Kompás um stórfellt kvótasvindl - þar sem vitnað var til tuga ónafngreindra heimildarmanna og nokkurra nafngreindra fyrrverandi skipstjóra - hefur virðist hvatinn af því að fyrrverandi útgeðrarmaður játaði á sig stórfelldar sakir á netinu í fyrradag. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útgerðarmanna sagði í fréttum í gær að það væri ótækt að menn sem hrökklast hefðu úr sjávarútvegi - sumir dæmdir sakamenn - væru að bera þær sakir á alla í greininni að stunda svindl. Undir slíkum ásökunum vildu útgerðarmenn og heiðarlegt fólk í greininni ekki sitja. Þetta er engin smá ásökun því Vísir er tíundi stærsti kvótaeigandi landsins - en þess má geta að þúsund tonn af þorski seljast á 250-270 milljónir króna á markaði í dag. Ólafur telur sig hafa neyðst til að fylgja dagskipun útgerðarinnar um að gefa upp rangar aflatölur - segjast landa ódýrum ufsa þegar þorskur var í körunum. Hann tekur fram að hann hröklaðist ekki úr greininni og hafi hreint sakavottorð. Sama segir Guðjón Bragason sem vitnaði um kvótasvindl í Kompásþættinum. Fréttastofan leitaði viðbragða hjá Pétri Hafsteini Pálssyni framkvæmdastjóra Vísis í Grindavík. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en sendi Stöð 2 afrit af bréfi Fiskistofu með niðurstöðu úttektar hennar á árunum 1994 til 1995. Staðfesti bréfið að Fiskistofa hafi ekki talið neitt óeðlilegt koma fram við rannsókn á fyrirtækinu. Innlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fyrrverandi skipstjóri hjá stórútgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík segist hafa fengið skipanir frá útgerðinni um að stunda stórfellt svindl með því að falsa aflaskýrslur. Með þessu hafi þúsund tonnum af þorski verið skotið undan, að núvirði 250 til 270 milljónir króna. Þorskurinn var ranglega skráður sem ufsi. Umfjöllun Kompás um stórfellt kvótasvindl - þar sem vitnað var til tuga ónafngreindra heimildarmanna og nokkurra nafngreindra fyrrverandi skipstjóra - hefur virðist hvatinn af því að fyrrverandi útgeðrarmaður játaði á sig stórfelldar sakir á netinu í fyrradag. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útgerðarmanna sagði í fréttum í gær að það væri ótækt að menn sem hrökklast hefðu úr sjávarútvegi - sumir dæmdir sakamenn - væru að bera þær sakir á alla í greininni að stunda svindl. Undir slíkum ásökunum vildu útgerðarmenn og heiðarlegt fólk í greininni ekki sitja. Þetta er engin smá ásökun því Vísir er tíundi stærsti kvótaeigandi landsins - en þess má geta að þúsund tonn af þorski seljast á 250-270 milljónir króna á markaði í dag. Ólafur telur sig hafa neyðst til að fylgja dagskipun útgerðarinnar um að gefa upp rangar aflatölur - segjast landa ódýrum ufsa þegar þorskur var í körunum. Hann tekur fram að hann hröklaðist ekki úr greininni og hafi hreint sakavottorð. Sama segir Guðjón Bragason sem vitnaði um kvótasvindl í Kompásþættinum. Fréttastofan leitaði viðbragða hjá Pétri Hafsteini Pálssyni framkvæmdastjóra Vísis í Grindavík. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en sendi Stöð 2 afrit af bréfi Fiskistofu með niðurstöðu úttektar hennar á árunum 1994 til 1995. Staðfesti bréfið að Fiskistofa hafi ekki talið neitt óeðlilegt koma fram við rannsókn á fyrirtækinu.
Innlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira