Samfylkinginn í Suðurkjördæmi undirbýr nú kæru vegna starfa fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi og í Vestmannaeyjum.
Kvartað hefur verið við yfirkjörstjórn vegna þess að Sjálfstæðismenn sem hafi eftirlit með kjörsókn miðli upplýsingum um hana út úr kjördeildum. Það hefur kjörstórn í viðkomandi deildum leyft en því eru Samfylkingarmenn ósammála og ætla að kæra til yfirkjörstjórnar.
Samkvæmt úrskurðum persónuverndar er það í höndum yfirkjörstjórna að ákveða hvort miðla megi upplýsingum sem þessum út úr kjördeild. Slíkt sé gert til að tryggja að þeir sem greiði atkvæði séu á kjörskrá og kjósi ekki tvisvar.