Watson segir öllum ráðum beitt 15. maí 2007 18:30 Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Rúm tuttugu ár eru frá því að Sea Sheperd-menn létu síðast að sér kveða á Íslandi en þá sökktu þeir hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Nú telja Paul Watson og menn hans kominn tíma til að endurnýja kynnin við Íslendinga því í morgun lagði skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu hingað til lands. Áætlun samtakanna ber hið mikilúðlega heiti Ragnarök, sem samkvæmt íslenskri orðabók þýðir heimsslit, og markmið hennar er að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga í sumar. Skipið hefur undanfarna mánuði siglt um Suðurhöf og truflað hvalveiðar Japana, meðal annars með því að sigla á skip þeirra Paul Watson segir að svipuðum aðferðum verði beitt hér í sumar. "Við munum beita beinni íhlutun á sama hátt og þegar við stöðvuðum japönsku hvalveiðiskipin á Suðuríshafinu núna í janúar. Ætlið þið að beita ofbeldi eins og þið gerðuð þar? Við beitum aldrei ofbeldi. Það er ekki ofbeldi að hindra ólöglega notkun eigna. Svo þú lítur ekki á það sem ofbeldi að sigla á önnur skip? Mér finnst að það verði stöðva skip sem eru notuð á ólöglegan hátt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þau. Það sem Íslendingar eru að gera er brot á alþjóðalögum." Watson var vísað úr landi á sínum tíma og er í ótímabundnu endurkomubanni. Ekki er að heyra að það valdi honum áhyggjum. "Við stóðum uppi í hárinu á Rússum úti fyrir Síberíu á Sovéttímanum. Við lentum í átökum við Norðmenn í norsku landhelginni og við Færeyinga í færeysku landhelginni. Svo við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Eruð þið ekkert hrædd við íslensku landhelgisgæsluna? Nei, það erum við ekki. Þegar maður hefur tekist á við sovéska flotann erum við ekki hrædd við íslensku landhelgisgæsluna." Búist er við að skipið verði komið hingað til lands eftir um það bil mánaðar siglingu. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd og að sögn formælanda hennar getur hún gripið til ýmissa ráða gegn hugsanlegum lögbrjótum, hvort heldur innan 12 mílna landhelginnar eða 200 mílna efnahagslögsögunnar. Erlent Fréttir Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Rúm tuttugu ár eru frá því að Sea Sheperd-menn létu síðast að sér kveða á Íslandi en þá sökktu þeir hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Nú telja Paul Watson og menn hans kominn tíma til að endurnýja kynnin við Íslendinga því í morgun lagði skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu hingað til lands. Áætlun samtakanna ber hið mikilúðlega heiti Ragnarök, sem samkvæmt íslenskri orðabók þýðir heimsslit, og markmið hennar er að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga í sumar. Skipið hefur undanfarna mánuði siglt um Suðurhöf og truflað hvalveiðar Japana, meðal annars með því að sigla á skip þeirra Paul Watson segir að svipuðum aðferðum verði beitt hér í sumar. "Við munum beita beinni íhlutun á sama hátt og þegar við stöðvuðum japönsku hvalveiðiskipin á Suðuríshafinu núna í janúar. Ætlið þið að beita ofbeldi eins og þið gerðuð þar? Við beitum aldrei ofbeldi. Það er ekki ofbeldi að hindra ólöglega notkun eigna. Svo þú lítur ekki á það sem ofbeldi að sigla á önnur skip? Mér finnst að það verði stöðva skip sem eru notuð á ólöglegan hátt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þau. Það sem Íslendingar eru að gera er brot á alþjóðalögum." Watson var vísað úr landi á sínum tíma og er í ótímabundnu endurkomubanni. Ekki er að heyra að það valdi honum áhyggjum. "Við stóðum uppi í hárinu á Rússum úti fyrir Síberíu á Sovéttímanum. Við lentum í átökum við Norðmenn í norsku landhelginni og við Færeyinga í færeysku landhelginni. Svo við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Eruð þið ekkert hrædd við íslensku landhelgisgæsluna? Nei, það erum við ekki. Þegar maður hefur tekist á við sovéska flotann erum við ekki hrædd við íslensku landhelgisgæsluna." Búist er við að skipið verði komið hingað til lands eftir um það bil mánaðar siglingu. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd og að sögn formælanda hennar getur hún gripið til ýmissa ráða gegn hugsanlegum lögbrjótum, hvort heldur innan 12 mílna landhelginnar eða 200 mílna efnahagslögsögunnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira