Erlent

James Webb leysir Hubble af hólmi

Nýi James Webb-sjónaukinn er mun stærri en Hubble gamli. Myndin er af líkani Webb í raunstærð.
Nýi James Webb-sjónaukinn er mun stærri en Hubble gamli. Myndin er af líkani Webb í raunstærð. MYND/getty images

Speglar James Webb-stjörnusjónaukans eru þrisvar sinnum stærri en Hubble.

Hubble-sjónaukinn hefur þjónað mannkyninu vel. Eftir að honum var skotið á sporbaug 1990 hafa myndir hans gert stjarnfræðingum kleift að auka skilning okkar á umheiminum margfalt.

James Webb-sjónaukinn var kynntur í síðustu viku og hefur NASA byggt líkan af honum í raunstærð. Speglar James Webb eru þrisvar sinnum stærri en speglar Hubble og því verður hægt að skyggnast mun lengra og um leið mun aftar í tímann en nú.

Hubble hefur þjónað vel en innan fárra ára mun hann leggjast í helgan stein.

Nýi sjónaukinn er nefndur eftir James Webb sem var annar formaður NASA. Hann átti stóran þátt í að tryggja NASA áframhaldandi stuðningi stjórnvalda á sjöunda áratug síðustu aldar. Án hans hefðu Bandaríkjamenn að öllum líkindum hætt við tungllendingu sína.

James Webb-sjónaukinn er ekki á leið út í geim alveg á næstunni en áætlað er að skjóta honum á loft 2013 í fyrsta lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×