Til hamingju með nýju nágrannana 22. maí 2007 15:26 „Okkur er sönn ánægja að tilkynna að nýir nágrannar fjölskyldunnar þinnar verði 10 heimilislausir karlmenn. Ef þú hefur einhverjar spurningar máttu hringja.“ Bréfið frá Reykjavíkurborg, var stutt, hnitmiðað og eitthvað á þessa leið. Það kom í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um að Reykjavíkurborg hygðist opna heimili fyrir útigangsmenn í einu húsanna sem við deilum með bakgarði. Nábýlið á þessum litla bletti sem markast af Njálsgötu, Snorrabraut, Bergþórugötu og Barónsstíg er mikið. Við hjónin keyptum íbúðina okkar fyrir tíu árum, og höfum lagt alúð í að gera hana og umhverfi okkar vistlegra fyrir fjölskylduna sem við stofnuðum hér. Bakgarðurinn er okkar vin í eyðimörkinni, smá „úthverfa normalisering“ í harðri steinsteypuveröld. En skuggahliðar samfélagsins eru líka okkar nágrenni og næturverurnar nágrannar. Nýju grannarnir eru heimilislausir af ýmsum orsökum. Ég er svo sannarlega ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Við sem samfélag eigum að hjálpa fólki og allir taka saman á okkur borgaralegar skyldur, enda er það opinber stefna borgarinnar að jafndreifa félagslegum íbúðum og úrræðum svo háir sem lágir geti lifað í sátt um alla borg. Ég á bágt með að sjá hvernig þessi stefna samræmist opnun á heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu 74 mitt í þéttri blandaðri íbúabyggð. Og það er ofar mínum skilningi að borgarstjórinn – sami stjóri og með fjölskyldustefnuna að vopni kom í veg fyrir opnun spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd – gæti sent mér svona tilkynningu eða nágranna. Ég hélt í alvöru að hann væri með okkur í liði. Fulltrúi borgarinnar hafði engar upplýsingar aðrar en „þetta verður allt í lagi“. Enginn fundur fyrirhugaður. Ekkert plan um kynningu, umræður við nágranna um fyrirkomulag heimilisins eða hvernig sambýlinu við okkur hin ætti að vera háttað. Mennirnir mættu náttúrulega ekki vera í neyslu inni á heimilinu, utan þess er annað mál. Við sem búum á þessum litla bletti vitum vel að miðbæjarlífið hefur ýmsa fylgifiska. Ég hef oftar en einu sinni lent með barnavagninn inni í miðjum slagsmálum fyrir utan næsta spilasal. Laugavegur, ekki Mjódd. Ég þekki af eigin raun að hlaupa á eftir strákunum mínum er þeir í barnslegri einfeldni ætluðu að skoða betur sprautunálarnar sem þeir fundu í grasinu. Eigi fíklar ekki skjól til að dópa í þá leita þeir í næsta athvarf, leikvöll, bakgarð. Fíkn er djöfull að díla við, ekki bara fyrir fíkilinn sjálfan heldur líka alla í umhverfi hans. Líka lítil börn sem finnast sprautunálar áhugaverðar og skilja ekki af hverju „skrýtni kallinn“ vildi endilega leika. Það virtist ekki hafa hvarflað að fulltrúum borgarinnar að fyrirhugað heimili hefði einhver áhrif á okkur hin, enda voru engin áform um að það þyrfti að grípa til einhverra ráðstafana í nágrenninu samfara aukinni umferð tilvonandi íbúa og gesta Njálsgötu 74. Við íbúarnir höfum virkilegar áhyggjur af því sem nú á að leggja á litla samfélagið okkar og skiljum hvorki né samþykkjum þau áhrif sem borgin er að hafa á líf okkar og lífsgæði. Borgin hefur nú þegar riðið þétt net félagslegra íbúða og úrræða á þessu pínulitla svæði, jafnvel heilar byggingar auk einkarekins drykkjumannaheimilis. Hér erum líka við hin; þétt og blönduð byggð, fjölskyldur, leikskóli, sundlaug og barnaskóli. „Einhverstaðar þurfa vondir að vera,“ sagði einhver og brigslaði okkur íbúunum fyrir að vera hysteríska, harðbrjósta og hrædda um lækkandi eignaverð. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Nú þegar eru menn í undarlegu ástandi farnir að berja á dyr á Njálsgötunni í leit að gistiskýli. Þrátt fyrir að borgin fullyrði að nýju nágrannar okkar séu víðlesnir og vænir útilegumenn eru vinir þeirra byrjaðir að banka. Við efum ekki að margir nýta þetta tækifæri til góðs, en það er einnig gert ráð fyrir ríflegum „afföllum“ þeirra sem reynast ekki húsum hæfir. Tíu menn að staðaldri en tuttugu til þrjátíu á ársgrundvelli. Lækkandi eignaverð er vísbending um að kaupendur meti möguleika til lífsgæða í eigninni lakari eftir að nýju nágrannarnir bætast við. Borgin tapar engu á nábýlinu eða því að verð fasteigna okkar lækki, henni stendur þá til boða enn ódýrara húsnæði. Áhættan er öll okkar megin. Við íbúarnir höfum hér gríðarlega grundvallarhagsmuni, ekki bara fjárhagslega, heldur snýst málið um gæði þess lífs sem við fjölskyldan eigum innan og við heimili okkar. Borgaryfirvöld verða að átta sig á núverandi stöðu og hvaða afleiðingar þessi sending hefur í stærra samhengi hlutanna. Staðsetning heimilisins að Njálsgötu 74, í blandaða og mjög þétta íbúabyggð, er einfaldlega fjarstæðukennd. Ég skora á borgaryfirvöld að finna þessu þarfa heimili hentugri samastað. Höfundur er íbúðareigandi við Bergþórugötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Okkur er sönn ánægja að tilkynna að nýir nágrannar fjölskyldunnar þinnar verði 10 heimilislausir karlmenn. Ef þú hefur einhverjar spurningar máttu hringja.“ Bréfið frá Reykjavíkurborg, var stutt, hnitmiðað og eitthvað á þessa leið. Það kom í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um að Reykjavíkurborg hygðist opna heimili fyrir útigangsmenn í einu húsanna sem við deilum með bakgarði. Nábýlið á þessum litla bletti sem markast af Njálsgötu, Snorrabraut, Bergþórugötu og Barónsstíg er mikið. Við hjónin keyptum íbúðina okkar fyrir tíu árum, og höfum lagt alúð í að gera hana og umhverfi okkar vistlegra fyrir fjölskylduna sem við stofnuðum hér. Bakgarðurinn er okkar vin í eyðimörkinni, smá „úthverfa normalisering“ í harðri steinsteypuveröld. En skuggahliðar samfélagsins eru líka okkar nágrenni og næturverurnar nágrannar. Nýju grannarnir eru heimilislausir af ýmsum orsökum. Ég er svo sannarlega ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Við sem samfélag eigum að hjálpa fólki og allir taka saman á okkur borgaralegar skyldur, enda er það opinber stefna borgarinnar að jafndreifa félagslegum íbúðum og úrræðum svo háir sem lágir geti lifað í sátt um alla borg. Ég á bágt með að sjá hvernig þessi stefna samræmist opnun á heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu 74 mitt í þéttri blandaðri íbúabyggð. Og það er ofar mínum skilningi að borgarstjórinn – sami stjóri og með fjölskyldustefnuna að vopni kom í veg fyrir opnun spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd – gæti sent mér svona tilkynningu eða nágranna. Ég hélt í alvöru að hann væri með okkur í liði. Fulltrúi borgarinnar hafði engar upplýsingar aðrar en „þetta verður allt í lagi“. Enginn fundur fyrirhugaður. Ekkert plan um kynningu, umræður við nágranna um fyrirkomulag heimilisins eða hvernig sambýlinu við okkur hin ætti að vera háttað. Mennirnir mættu náttúrulega ekki vera í neyslu inni á heimilinu, utan þess er annað mál. Við sem búum á þessum litla bletti vitum vel að miðbæjarlífið hefur ýmsa fylgifiska. Ég hef oftar en einu sinni lent með barnavagninn inni í miðjum slagsmálum fyrir utan næsta spilasal. Laugavegur, ekki Mjódd. Ég þekki af eigin raun að hlaupa á eftir strákunum mínum er þeir í barnslegri einfeldni ætluðu að skoða betur sprautunálarnar sem þeir fundu í grasinu. Eigi fíklar ekki skjól til að dópa í þá leita þeir í næsta athvarf, leikvöll, bakgarð. Fíkn er djöfull að díla við, ekki bara fyrir fíkilinn sjálfan heldur líka alla í umhverfi hans. Líka lítil börn sem finnast sprautunálar áhugaverðar og skilja ekki af hverju „skrýtni kallinn“ vildi endilega leika. Það virtist ekki hafa hvarflað að fulltrúum borgarinnar að fyrirhugað heimili hefði einhver áhrif á okkur hin, enda voru engin áform um að það þyrfti að grípa til einhverra ráðstafana í nágrenninu samfara aukinni umferð tilvonandi íbúa og gesta Njálsgötu 74. Við íbúarnir höfum virkilegar áhyggjur af því sem nú á að leggja á litla samfélagið okkar og skiljum hvorki né samþykkjum þau áhrif sem borgin er að hafa á líf okkar og lífsgæði. Borgin hefur nú þegar riðið þétt net félagslegra íbúða og úrræða á þessu pínulitla svæði, jafnvel heilar byggingar auk einkarekins drykkjumannaheimilis. Hér erum líka við hin; þétt og blönduð byggð, fjölskyldur, leikskóli, sundlaug og barnaskóli. „Einhverstaðar þurfa vondir að vera,“ sagði einhver og brigslaði okkur íbúunum fyrir að vera hysteríska, harðbrjósta og hrædda um lækkandi eignaverð. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Nú þegar eru menn í undarlegu ástandi farnir að berja á dyr á Njálsgötunni í leit að gistiskýli. Þrátt fyrir að borgin fullyrði að nýju nágrannar okkar séu víðlesnir og vænir útilegumenn eru vinir þeirra byrjaðir að banka. Við efum ekki að margir nýta þetta tækifæri til góðs, en það er einnig gert ráð fyrir ríflegum „afföllum“ þeirra sem reynast ekki húsum hæfir. Tíu menn að staðaldri en tuttugu til þrjátíu á ársgrundvelli. Lækkandi eignaverð er vísbending um að kaupendur meti möguleika til lífsgæða í eigninni lakari eftir að nýju nágrannarnir bætast við. Borgin tapar engu á nábýlinu eða því að verð fasteigna okkar lækki, henni stendur þá til boða enn ódýrara húsnæði. Áhættan er öll okkar megin. Við íbúarnir höfum hér gríðarlega grundvallarhagsmuni, ekki bara fjárhagslega, heldur snýst málið um gæði þess lífs sem við fjölskyldan eigum innan og við heimili okkar. Borgaryfirvöld verða að átta sig á núverandi stöðu og hvaða afleiðingar þessi sending hefur í stærra samhengi hlutanna. Staðsetning heimilisins að Njálsgötu 74, í blandaða og mjög þétta íbúabyggð, er einfaldlega fjarstæðukennd. Ég skora á borgaryfirvöld að finna þessu þarfa heimili hentugri samastað. Höfundur er íbúðareigandi við Bergþórugötu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar