Til hamingju með nýju nágrannana 22. maí 2007 15:26 „Okkur er sönn ánægja að tilkynna að nýir nágrannar fjölskyldunnar þinnar verði 10 heimilislausir karlmenn. Ef þú hefur einhverjar spurningar máttu hringja.“ Bréfið frá Reykjavíkurborg, var stutt, hnitmiðað og eitthvað á þessa leið. Það kom í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um að Reykjavíkurborg hygðist opna heimili fyrir útigangsmenn í einu húsanna sem við deilum með bakgarði. Nábýlið á þessum litla bletti sem markast af Njálsgötu, Snorrabraut, Bergþórugötu og Barónsstíg er mikið. Við hjónin keyptum íbúðina okkar fyrir tíu árum, og höfum lagt alúð í að gera hana og umhverfi okkar vistlegra fyrir fjölskylduna sem við stofnuðum hér. Bakgarðurinn er okkar vin í eyðimörkinni, smá „úthverfa normalisering“ í harðri steinsteypuveröld. En skuggahliðar samfélagsins eru líka okkar nágrenni og næturverurnar nágrannar. Nýju grannarnir eru heimilislausir af ýmsum orsökum. Ég er svo sannarlega ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Við sem samfélag eigum að hjálpa fólki og allir taka saman á okkur borgaralegar skyldur, enda er það opinber stefna borgarinnar að jafndreifa félagslegum íbúðum og úrræðum svo háir sem lágir geti lifað í sátt um alla borg. Ég á bágt með að sjá hvernig þessi stefna samræmist opnun á heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu 74 mitt í þéttri blandaðri íbúabyggð. Og það er ofar mínum skilningi að borgarstjórinn – sami stjóri og með fjölskyldustefnuna að vopni kom í veg fyrir opnun spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd – gæti sent mér svona tilkynningu eða nágranna. Ég hélt í alvöru að hann væri með okkur í liði. Fulltrúi borgarinnar hafði engar upplýsingar aðrar en „þetta verður allt í lagi“. Enginn fundur fyrirhugaður. Ekkert plan um kynningu, umræður við nágranna um fyrirkomulag heimilisins eða hvernig sambýlinu við okkur hin ætti að vera háttað. Mennirnir mættu náttúrulega ekki vera í neyslu inni á heimilinu, utan þess er annað mál. Við sem búum á þessum litla bletti vitum vel að miðbæjarlífið hefur ýmsa fylgifiska. Ég hef oftar en einu sinni lent með barnavagninn inni í miðjum slagsmálum fyrir utan næsta spilasal. Laugavegur, ekki Mjódd. Ég þekki af eigin raun að hlaupa á eftir strákunum mínum er þeir í barnslegri einfeldni ætluðu að skoða betur sprautunálarnar sem þeir fundu í grasinu. Eigi fíklar ekki skjól til að dópa í þá leita þeir í næsta athvarf, leikvöll, bakgarð. Fíkn er djöfull að díla við, ekki bara fyrir fíkilinn sjálfan heldur líka alla í umhverfi hans. Líka lítil börn sem finnast sprautunálar áhugaverðar og skilja ekki af hverju „skrýtni kallinn“ vildi endilega leika. Það virtist ekki hafa hvarflað að fulltrúum borgarinnar að fyrirhugað heimili hefði einhver áhrif á okkur hin, enda voru engin áform um að það þyrfti að grípa til einhverra ráðstafana í nágrenninu samfara aukinni umferð tilvonandi íbúa og gesta Njálsgötu 74. Við íbúarnir höfum virkilegar áhyggjur af því sem nú á að leggja á litla samfélagið okkar og skiljum hvorki né samþykkjum þau áhrif sem borgin er að hafa á líf okkar og lífsgæði. Borgin hefur nú þegar riðið þétt net félagslegra íbúða og úrræða á þessu pínulitla svæði, jafnvel heilar byggingar auk einkarekins drykkjumannaheimilis. Hér erum líka við hin; þétt og blönduð byggð, fjölskyldur, leikskóli, sundlaug og barnaskóli. „Einhverstaðar þurfa vondir að vera,“ sagði einhver og brigslaði okkur íbúunum fyrir að vera hysteríska, harðbrjósta og hrædda um lækkandi eignaverð. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Nú þegar eru menn í undarlegu ástandi farnir að berja á dyr á Njálsgötunni í leit að gistiskýli. Þrátt fyrir að borgin fullyrði að nýju nágrannar okkar séu víðlesnir og vænir útilegumenn eru vinir þeirra byrjaðir að banka. Við efum ekki að margir nýta þetta tækifæri til góðs, en það er einnig gert ráð fyrir ríflegum „afföllum“ þeirra sem reynast ekki húsum hæfir. Tíu menn að staðaldri en tuttugu til þrjátíu á ársgrundvelli. Lækkandi eignaverð er vísbending um að kaupendur meti möguleika til lífsgæða í eigninni lakari eftir að nýju nágrannarnir bætast við. Borgin tapar engu á nábýlinu eða því að verð fasteigna okkar lækki, henni stendur þá til boða enn ódýrara húsnæði. Áhættan er öll okkar megin. Við íbúarnir höfum hér gríðarlega grundvallarhagsmuni, ekki bara fjárhagslega, heldur snýst málið um gæði þess lífs sem við fjölskyldan eigum innan og við heimili okkar. Borgaryfirvöld verða að átta sig á núverandi stöðu og hvaða afleiðingar þessi sending hefur í stærra samhengi hlutanna. Staðsetning heimilisins að Njálsgötu 74, í blandaða og mjög þétta íbúabyggð, er einfaldlega fjarstæðukennd. Ég skora á borgaryfirvöld að finna þessu þarfa heimili hentugri samastað. Höfundur er íbúðareigandi við Bergþórugötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Okkur er sönn ánægja að tilkynna að nýir nágrannar fjölskyldunnar þinnar verði 10 heimilislausir karlmenn. Ef þú hefur einhverjar spurningar máttu hringja.“ Bréfið frá Reykjavíkurborg, var stutt, hnitmiðað og eitthvað á þessa leið. Það kom í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um að Reykjavíkurborg hygðist opna heimili fyrir útigangsmenn í einu húsanna sem við deilum með bakgarði. Nábýlið á þessum litla bletti sem markast af Njálsgötu, Snorrabraut, Bergþórugötu og Barónsstíg er mikið. Við hjónin keyptum íbúðina okkar fyrir tíu árum, og höfum lagt alúð í að gera hana og umhverfi okkar vistlegra fyrir fjölskylduna sem við stofnuðum hér. Bakgarðurinn er okkar vin í eyðimörkinni, smá „úthverfa normalisering“ í harðri steinsteypuveröld. En skuggahliðar samfélagsins eru líka okkar nágrenni og næturverurnar nágrannar. Nýju grannarnir eru heimilislausir af ýmsum orsökum. Ég er svo sannarlega ekki á móti því að heimilislausir fái heimili. Við sem samfélag eigum að hjálpa fólki og allir taka saman á okkur borgaralegar skyldur, enda er það opinber stefna borgarinnar að jafndreifa félagslegum íbúðum og úrræðum svo háir sem lágir geti lifað í sátt um alla borg. Ég á bágt með að sjá hvernig þessi stefna samræmist opnun á heimili fyrir útigangsmenn á Njálsgötu 74 mitt í þéttri blandaðri íbúabyggð. Og það er ofar mínum skilningi að borgarstjórinn – sami stjóri og með fjölskyldustefnuna að vopni kom í veg fyrir opnun spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd – gæti sent mér svona tilkynningu eða nágranna. Ég hélt í alvöru að hann væri með okkur í liði. Fulltrúi borgarinnar hafði engar upplýsingar aðrar en „þetta verður allt í lagi“. Enginn fundur fyrirhugaður. Ekkert plan um kynningu, umræður við nágranna um fyrirkomulag heimilisins eða hvernig sambýlinu við okkur hin ætti að vera háttað. Mennirnir mættu náttúrulega ekki vera í neyslu inni á heimilinu, utan þess er annað mál. Við sem búum á þessum litla bletti vitum vel að miðbæjarlífið hefur ýmsa fylgifiska. Ég hef oftar en einu sinni lent með barnavagninn inni í miðjum slagsmálum fyrir utan næsta spilasal. Laugavegur, ekki Mjódd. Ég þekki af eigin raun að hlaupa á eftir strákunum mínum er þeir í barnslegri einfeldni ætluðu að skoða betur sprautunálarnar sem þeir fundu í grasinu. Eigi fíklar ekki skjól til að dópa í þá leita þeir í næsta athvarf, leikvöll, bakgarð. Fíkn er djöfull að díla við, ekki bara fyrir fíkilinn sjálfan heldur líka alla í umhverfi hans. Líka lítil börn sem finnast sprautunálar áhugaverðar og skilja ekki af hverju „skrýtni kallinn“ vildi endilega leika. Það virtist ekki hafa hvarflað að fulltrúum borgarinnar að fyrirhugað heimili hefði einhver áhrif á okkur hin, enda voru engin áform um að það þyrfti að grípa til einhverra ráðstafana í nágrenninu samfara aukinni umferð tilvonandi íbúa og gesta Njálsgötu 74. Við íbúarnir höfum virkilegar áhyggjur af því sem nú á að leggja á litla samfélagið okkar og skiljum hvorki né samþykkjum þau áhrif sem borgin er að hafa á líf okkar og lífsgæði. Borgin hefur nú þegar riðið þétt net félagslegra íbúða og úrræða á þessu pínulitla svæði, jafnvel heilar byggingar auk einkarekins drykkjumannaheimilis. Hér erum líka við hin; þétt og blönduð byggð, fjölskyldur, leikskóli, sundlaug og barnaskóli. „Einhverstaðar þurfa vondir að vera,“ sagði einhver og brigslaði okkur íbúunum fyrir að vera hysteríska, harðbrjósta og hrædda um lækkandi eignaverð. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Nú þegar eru menn í undarlegu ástandi farnir að berja á dyr á Njálsgötunni í leit að gistiskýli. Þrátt fyrir að borgin fullyrði að nýju nágrannar okkar séu víðlesnir og vænir útilegumenn eru vinir þeirra byrjaðir að banka. Við efum ekki að margir nýta þetta tækifæri til góðs, en það er einnig gert ráð fyrir ríflegum „afföllum“ þeirra sem reynast ekki húsum hæfir. Tíu menn að staðaldri en tuttugu til þrjátíu á ársgrundvelli. Lækkandi eignaverð er vísbending um að kaupendur meti möguleika til lífsgæða í eigninni lakari eftir að nýju nágrannarnir bætast við. Borgin tapar engu á nábýlinu eða því að verð fasteigna okkar lækki, henni stendur þá til boða enn ódýrara húsnæði. Áhættan er öll okkar megin. Við íbúarnir höfum hér gríðarlega grundvallarhagsmuni, ekki bara fjárhagslega, heldur snýst málið um gæði þess lífs sem við fjölskyldan eigum innan og við heimili okkar. Borgaryfirvöld verða að átta sig á núverandi stöðu og hvaða afleiðingar þessi sending hefur í stærra samhengi hlutanna. Staðsetning heimilisins að Njálsgötu 74, í blandaða og mjög þétta íbúabyggð, er einfaldlega fjarstæðukennd. Ég skora á borgaryfirvöld að finna þessu þarfa heimili hentugri samastað. Höfundur er íbúðareigandi við Bergþórugötu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun