Prjónar og málar - einhent 29. maí 2007 18:48 Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.Á bakka Lækjarins í Hafnarfirði stendur sinnepsgult hús. Þar inni rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða. Stað þar sem fólk getur komið saman, snætt hádegisverð, spjallað, prjónað, farið í leikfimi eða stundað listsköpun - svo það einangrist ekki heima hjá sér.Á haustmánuðum barst hvalreki á fjörur gesta og starfsfólks Lækjar. Ung kona frá Englandi, 25 ára gömul, listaháskólagengin, mætti til landsins til að starfa í Læk. Aðdragandinn var nú ekki flóknari en svo að hún gúglaði sjálfsboðavinnu og lenti þá á evrópskum sjálfboðasamtökum sem bjóða sjálfboðavinnu um alla Evrópu.Tíu til fjórtán gestir koma í Læk á hverjum degi og að sögn forstöðukonunnar leita býsna margir í listsköpunarherbergið þar sem Catherine kennir þeim sem vilja. Undanfarið hafa þau meðal annars verið að útbúa tröll úr fjörugrjóti og leir - að hætti Catherine sem er að undirbúa sýningu á hrauntröllunum sínum.Fólk rekur upp stór augu þegar Catherine tekur upp prjónana - enda notum við flest tvær hendur til þeirrar iðju. Hún hefur verið einhent frá fæðingu og áður en hún kom til landsins hafði hún prjónað einn trefil í lífi sínu. Nú er hún langt komin með peysu númer tvö. Gömul kona á Grund kenndi vinkonu henni að prjóna - og sú kenndi Catherine.Catherine er hin ánægðasta með dvölina og reynsluna enda hefur hún áhuga á að sérhæfa sig í listmeðferð í framtíðinni. En kann hún eitthvað í íslensku eftir þennan tíma? Fréttir Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Hún er í sextíu prósent vinnu við að kenna geðfötluðum - án þess að þiggja laun. Hún málar og prjónar - með einni hendi. Catherine Ness er engin venjuleg kona.Á bakka Lækjarins í Hafnarfirði stendur sinnepsgult hús. Þar inni rekur Rauði krossinn athvarf fyrir geðfatlaða. Stað þar sem fólk getur komið saman, snætt hádegisverð, spjallað, prjónað, farið í leikfimi eða stundað listsköpun - svo það einangrist ekki heima hjá sér.Á haustmánuðum barst hvalreki á fjörur gesta og starfsfólks Lækjar. Ung kona frá Englandi, 25 ára gömul, listaháskólagengin, mætti til landsins til að starfa í Læk. Aðdragandinn var nú ekki flóknari en svo að hún gúglaði sjálfsboðavinnu og lenti þá á evrópskum sjálfboðasamtökum sem bjóða sjálfboðavinnu um alla Evrópu.Tíu til fjórtán gestir koma í Læk á hverjum degi og að sögn forstöðukonunnar leita býsna margir í listsköpunarherbergið þar sem Catherine kennir þeim sem vilja. Undanfarið hafa þau meðal annars verið að útbúa tröll úr fjörugrjóti og leir - að hætti Catherine sem er að undirbúa sýningu á hrauntröllunum sínum.Fólk rekur upp stór augu þegar Catherine tekur upp prjónana - enda notum við flest tvær hendur til þeirrar iðju. Hún hefur verið einhent frá fæðingu og áður en hún kom til landsins hafði hún prjónað einn trefil í lífi sínu. Nú er hún langt komin með peysu númer tvö. Gömul kona á Grund kenndi vinkonu henni að prjóna - og sú kenndi Catherine.Catherine er hin ánægðasta með dvölina og reynsluna enda hefur hún áhuga á að sérhæfa sig í listmeðferð í framtíðinni. En kann hún eitthvað í íslensku eftir þennan tíma?
Fréttir Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira