Vilja fara í mál á Íslandi Guðjón Helgason skrifar 3. júní 2007 18:45 Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. Ashley Turner var tvítug og flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar. Hún fannst liggjandi í blóði sínu í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, samstarfsmanns, á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fjórtánda ágúst 2005. Turner lést af völdum höfuðáverka og stungusára á hálsi. Hill var ákærður fyrir að hafa myrt hana en Turner átti að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Réttað var yfir Hill fyrir herrétti í Bolling-herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður en lækkaður í tign og dæmdur til erfiðisvinnu fyrir að hafa stolið jafnvirði hundrað og sjötíu þúsund króna frá Turner. Jason Turner, bróðir Ashley, segir að gögn hafi legið fyrir sem að hans mati hafi bent sterklega til þess að Hill væri morðinginn. Samkvæmt bandarískum lögum sé ekki hægt að rétta oftar en einu sinni yfir manni vegna sama morðmálsins. Hann og ættingjar hans séu ekki lögspekingar en ætlunin sé að hafa samband við yfirvöld á Íslandi til að kanna möguleikann á að sækja mál með ákæru sem hljóð eins og sú sem var birt gegn Hill í Bandaríkjunum, nú eða þá vægari ákæru en það gangi. Jason segir að hann ætli að kanna möguleikan á málshöfðun hér á landi eftir helgina. Óvíst er hvort hægt verði að hefja málarekstur hér. Í viðauka við Varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 segir að ríkisstjórn Íslands óski ekki eftir að fara með lögsögu í málum varnarliðsmanna sem hún hafi áskilið sér nema um sé að tefla sakir sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Jason segir ekki líkur á að einkamál verði höfðað gegn Hill í Bandaríkjunum. Ekki sé hægt að sækja miklar bætur í greipar hans og helst vilji Turner-fjölskyldan vita sem minnst af Hill og hans ættingjum. Hann segir Turner-fjölskylduna ekki vilja peninga heldur að réttlætið nái fram að ganga. Erlent Fréttir Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. Ashley Turner var tvítug og flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar. Hún fannst liggjandi í blóði sínu í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, samstarfsmanns, á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fjórtánda ágúst 2005. Turner lést af völdum höfuðáverka og stungusára á hálsi. Hill var ákærður fyrir að hafa myrt hana en Turner átti að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Réttað var yfir Hill fyrir herrétti í Bolling-herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður en lækkaður í tign og dæmdur til erfiðisvinnu fyrir að hafa stolið jafnvirði hundrað og sjötíu þúsund króna frá Turner. Jason Turner, bróðir Ashley, segir að gögn hafi legið fyrir sem að hans mati hafi bent sterklega til þess að Hill væri morðinginn. Samkvæmt bandarískum lögum sé ekki hægt að rétta oftar en einu sinni yfir manni vegna sama morðmálsins. Hann og ættingjar hans séu ekki lögspekingar en ætlunin sé að hafa samband við yfirvöld á Íslandi til að kanna möguleikann á að sækja mál með ákæru sem hljóð eins og sú sem var birt gegn Hill í Bandaríkjunum, nú eða þá vægari ákæru en það gangi. Jason segir að hann ætli að kanna möguleikan á málshöfðun hér á landi eftir helgina. Óvíst er hvort hægt verði að hefja málarekstur hér. Í viðauka við Varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 segir að ríkisstjórn Íslands óski ekki eftir að fara með lögsögu í málum varnarliðsmanna sem hún hafi áskilið sér nema um sé að tefla sakir sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Jason segir ekki líkur á að einkamál verði höfðað gegn Hill í Bandaríkjunum. Ekki sé hægt að sækja miklar bætur í greipar hans og helst vilji Turner-fjölskyldan vita sem minnst af Hill og hans ættingjum. Hann segir Turner-fjölskylduna ekki vilja peninga heldur að réttlætið nái fram að ganga.
Erlent Fréttir Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira