Ólíklegt að ákært verði Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:00 Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjölskylda Turner ætlaði að kanna það hjá íslenskum yfirvöldum hvort hægt yrði að höfða mál gegn meintum morðingja hér á landi. Flugliðinn Calvin Hill var handtekinn og ákærður, en Turner hafði átt að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Herréttur í Washington sýknaði Hill af morðákærunni í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bendir margt til þess að rannsókn herlögreglu hafi verið ábótavant og sagði bróðir Turner, Jason, í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi sönnunargögn benda sterklega til sektar Hills og því ætlaði fjölskyldan að reyna þessa leið. Ekki væri hægt að rétta aftur yfir Hill fyrir sama morð eftir sýknudóm samkvæmt bandarískum lögum. Þeir lögspekingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja afar ólíklegt að mál yrði höfðað. Málið hafi farið rétta leið innan bandaríska kerfisins auk þess sem það yrði það líkast til brot á ákvæðum mannréttindasáttmála að rétta aftur yfir honum. Samkvæmt ákvæðum við Varnarsamninginn frá 1951 óska Íslendingar ekki lögsögu í málum sem ekki hafi verið sérstaklega áskilin nema um væri að tefla sakir sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Morðið á Ashley var á forræði bandarískra rannsóknaryfirvalda frá fyrsta degi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var engin athugasemd gerð við það af hálfu íslenskra yfirvalda. Bandaríkjamenn afþökkuðu aðstoð frá íslensku tæknifólki við rannsóknina. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í dag að ef fyrirspurn bærist frá Turner-fjölskyldunni yrði hún skoðuð ítarlega. Erlent Fréttir Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjölskylda Turner ætlaði að kanna það hjá íslenskum yfirvöldum hvort hægt yrði að höfða mál gegn meintum morðingja hér á landi. Flugliðinn Calvin Hill var handtekinn og ákærður, en Turner hafði átt að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Herréttur í Washington sýknaði Hill af morðákærunni í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bendir margt til þess að rannsókn herlögreglu hafi verið ábótavant og sagði bróðir Turner, Jason, í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi sönnunargögn benda sterklega til sektar Hills og því ætlaði fjölskyldan að reyna þessa leið. Ekki væri hægt að rétta aftur yfir Hill fyrir sama morð eftir sýknudóm samkvæmt bandarískum lögum. Þeir lögspekingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja afar ólíklegt að mál yrði höfðað. Málið hafi farið rétta leið innan bandaríska kerfisins auk þess sem það yrði það líkast til brot á ákvæðum mannréttindasáttmála að rétta aftur yfir honum. Samkvæmt ákvæðum við Varnarsamninginn frá 1951 óska Íslendingar ekki lögsögu í málum sem ekki hafi verið sérstaklega áskilin nema um væri að tefla sakir sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Morðið á Ashley var á forræði bandarískra rannsóknaryfirvalda frá fyrsta degi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var engin athugasemd gerð við það af hálfu íslenskra yfirvalda. Bandaríkjamenn afþökkuðu aðstoð frá íslensku tæknifólki við rannsóknina. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í dag að ef fyrirspurn bærist frá Turner-fjölskyldunni yrði hún skoðuð ítarlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“