Svört skýrsla um bráðnun Guðjón Helgason skrifar 5. júní 2007 18:53 Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Sjá meira
Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þeirra var kynnt í Tromsö í Norður-Noregi í gær en Alþjóðadagur umhverfisins er í dag. Achim Steiner hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna sagði við kyninguna að afleiðingarnar sem þar séu kynntar sé alvarleg ógn við lífi eins og við þekkjum það nú - jafnvel líka efnahagslífi. Niðurstaðan er sú að ís og snjór bráðni mun hraðar en áður hafi verið talið. Það hafi áhrif á umhverfi og lifibrauð mörg hundruð milljón manna víða um heim sem á endanum neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðum eða vatnsskorti - svo farið sé öfganna á milli. Í nýju tölublaði vísindatímaritsins National Geographic má sjá myndir af Sólheimajökli - annars vegar í apríl 2006 og svo hálfu ári seinna. Þar sjáist hvað jökullinn hafi hopað mikið. Vissulega líði sumar þar á milli en breytingin samt sláandi. Í sama blaði má einnig sjá myndir frá Chacaltaya jöklinum í Bólivíu - því skíða svæði sem hæst liggur í heimi, í rúmlega sautján þúsund feta hæð. Fyrri myndi er tekin 1994 og sú síðari áratug seinna. Munurinn er mikill. Þar til í fyrra var Briksdalsbreen vinsæll, snæviþaktur ferðamannastaður í Noregi - hluti af Jostedalsbreen jökli. Ferðum um svæðið var hætt þar sem jökullinn hafði bráðnað mikið. Atle Nesja, jöklafræðingur, segir að í fyrra hafi jökullinn bráðnað um 140 metra. Á einu ári jafngildi það um 10 til fimmtán sentimetrum á dag að meðaltali. Heiðrún Guðmundsdóttir, líf- og umhverfisfræðingur, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð tvö í dag. Hún segir ekki hægt að snúa þróuninni við en með breyttri hegðan sé hægt að snúa henni við. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni í umhverfismálum. Þeir hafi búið við þau forréttindi að hér sé mjög hreint loft, fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Íslendingar hafi nóg af öllu og þekki ekki vandamálin sem nú um ræði.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“