Tvær ungar íslenskar konur fengu blóðtappa vegna Yasmín pillunnar 6. júní 2007 11:56 Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Innlent Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö.
Innlent Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira