Varnar- og umhverfismál ber hæst Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 12:15 Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira
Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira