Erlent

Vélbjörn til bjargar særðum hermönnum

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Björninn getur flutt særða hermenn langar vegalendir yfir erfið landsvæði
Björninn getur flutt særða hermenn langar vegalendir yfir erfið landsvæði

Bandaríski herinn er að þróa vélmenni sem getur borið særða hermenn af vígvellinum. Björninn eða "The Battlefield Extraction Assist Robot (BEAR)" getur borið særða hermenn langar vegalengdir yfir erfið landsvæði.

Vinalega bjarnarútlitið er hugsað til þess að róa hina særðu hermenn kemur fram í The New Scientist magazine.

Áætlað er að vélmennið verði tilbúið til prófanna innan fimm ára.

Björninn er 180 cm á hæð og getur lyft 135kg manni í einni mjúkri hreyfingu til að valda hinum særða ekki óþrafa sársauka.

Honum er fjarstýrt og getur stjórnandinn séð og heyrt það sem gengur á með innbyggðum myndavélum og hljóðnemum.

Daniel Theobalt forstjóri Vecna Technologies, sem framleiðir vélmennið sagði: "Við sáum þörf fyrir vélmenni sem gæti farið á sömu staði og manneskja. Vélmennið mun verða ómissandi hluti af hersveitinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×