Tekið á móti flóttafólki frá Kólumbíu í sumar Vera Einarsdóttir skrifar 7. júní 2007 19:57 MYND/Visir Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar. Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar.
Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent