Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins
Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn.