Erlent

Atlantis á leið heim

Geimskutlan Atlantis er á heimleið eftir viðburðaríka ellefu daga dvöl við Alþjóðageimstöðina. Tilgangur ferðarinnar var að halda áfram uppbyggingu á Alþjóðageimstöðinni. Meðal helstu verkefna var að koma nýjum sólarrafhlöðum í gagnið. Stefnt er að því að stöðin, sem er í 350 kílómetra fjarlægð frá Jörðu, verði tilbúin fyrir árslok 2010. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Þá urðu einnig vaktaskipti í stöðinni. Clay Anderson tók við af Sunitu Williams sem hefur starfað í stöðinni frá því í desember á síðasta ári. Hún hefur nú dvalið lengst kvenna í geimnum.

Áhafnarnarmeðlimir voru hæstánægðir með förina. Þó gekk hún ekki alveg stórslysalaust fyrir sig. Varmateppi á Atlatis rifnaði og mikilvæg tölva í stöðinni bilaði. Bæði vandamálin tókst þó að leysa farsællega.

Stefnt er að því að Atlantis lendi í Flórída á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×