Erlent

Heimkomu Atlantis seinkað vegna veðurs

MYND/afp

Geimskutlan Atlantis er búin undir heimkomu en bíður þess að óveðri linni við lendingastað sinn, Kennedy geimstöðina í Flórída. Þykkir skýjabakkar hafa hrannast upp og mikið rignir. Það þykja ekki æskilegar aðstæður fyrir lendingu af þessu tagi. Stefnt er að því að lenda flauginni á morgun.

Fyrsti áætlaði lendingartími Atlantis var kl. 17:55 að íslenskum tíma í dag og næsti var áætlaður tveimur tímum síðar. Fjórir mögulegir lendingartímar eru skráðir á morgun. Atlantis hefur nægt eldsneyti til að bíða fram á sunnudag.

Vísir fylgist með málinu og uppfærir fréttina þegar ný tíðindi berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×