Erlent

Reynt að lenda Atlantis

Geimferðastofnun Bandaríkjanna ætlar að reyna til þrautar að lenda geimferjunni Atlantis í dag, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ferjan hefur verið í tvær vikur á sporbaug um jörðu en ferð hennar tafðist vegna bilana um borð í alþjóðlegu geimstöðinni.

Fyrsti kostur geimferðastofnunarinnar er að lenda ferjunni á Kennedy geimferðastöðinni í Flórída klukkan 18 mínútur yfir sex í kvöld en slæm veðurspá gæti gert það að verkum að áhöfnin reyni frekar að lenda í Kalíforníu tíu mínútur fyrir sex.

Til stóð að lenda ferjunni í gær í Flórída en þrumuveður kom í veg fyrir þær áætlanir. Geimferjan hefur eldsneyti og birgðir til þess að vera á sporbaugi fram á sunnudag, en geimferðastofnunin hefur fullan hug á því að koma henni niður á jörðina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×