Boðar breytingar Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 18:30 Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flutningabílar voru komnir að dvalarstað forsætisráðherra í Downing-stræti tíu snemma í morgun. Rýma þurfti fyrir Brown og hans fjölskyldu. Á ellefta tímanum gekk svo Blair út úr ráðherrabústaðnum og hélt í þinghúsið þar sem hann svaraði spurningum þingmanna í síðasta sinn. Þar var tekist á um ýmis mál en í tilefni dagsins var Blair þó ekki meðhöndlaður alveg af sömu hörku og fyrr. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna lauk lofsorði á Blair og sagði afrek að gegna embætti forsætisráðherra í tíu ár. Margt hefði hann auk þess afrekað - eins og að tryggja frið á Norður-Írlandi. Fyrir hönd sín og flokksins óskaði hann Blair og fjölskyldu hans velfarnaðar í hverju því sem þau tækju sér fyrir hendur í framtíðinni. Blair þakkaði þessi vinsamlegu orð og óskaði Cameron velfarnaðar á öllum sviðum nema því pólitíska. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagðist frá fyrsta degi hafa fengið hnút í magann áður en hann gekk á fund þingmanna í fyrirspurnartímum og engin undantekning hafi verið á því í dag. Að lokum óskaði hann vinum sem og óvinum velfarnaðar og sagði starfi sínu sem forsætisráðherra þar með lokið. Þingmenn Verkamannaflokksins klöppuðu Blair þá lof í lófa og Cameron skipaði öllum Íhaldsmönnum að standa á fætur og hylla hann einnig. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja þetta hafa verið sögulega stund - ekki hafi fráfarandi forsætisráðherra verið hylltur jafn innilega fyrr. Frá þinghúsinu hélt Blair í Buckingham-höll þar sem hann greindi Elísabetu annari Englandsdrottningu frá afsögn sinni. Gordon Brown, fjármálaráðherra, kom í höllina fljótlega eftir að Blair gekk af fundi drottningar og og varð við ósk hennar um að mynda nýja ríkisstjórn. Eftir óvenju langan fund með drottningu hélt nýji forsætisráðherrann í Downing-stræti tíu ásamt eiginkonu sinni, Söruh Macauley. Þar ávarpaði hann fjölmiðla í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Brown sagði þetta nýja stjórn sem myndi setja ný mál í forgang. Honum hefði verið veittur sá heiður að þjóna landi sínu. Hann sagði breytinga þörf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Brown ætlar að tryggja þeim þak yfir höfuðið sem ekki hafi haft ráð á því hingað til og um leið auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum. Síðdegis sagði svo Tony Blair af sér þingmennsku en það er þó ekki sjálfgefið í breskum stjórnmálum. Bæði Margaret Thatcher og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Íhaldsflokksins, sátu bæði um tíma á þingi eftir að valdatíma þeirra lauk. Blair verður sérstakur erindreki fjórveldanna svo kölluðu, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands, sem reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flutningabílar voru komnir að dvalarstað forsætisráðherra í Downing-stræti tíu snemma í morgun. Rýma þurfti fyrir Brown og hans fjölskyldu. Á ellefta tímanum gekk svo Blair út úr ráðherrabústaðnum og hélt í þinghúsið þar sem hann svaraði spurningum þingmanna í síðasta sinn. Þar var tekist á um ýmis mál en í tilefni dagsins var Blair þó ekki meðhöndlaður alveg af sömu hörku og fyrr. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna lauk lofsorði á Blair og sagði afrek að gegna embætti forsætisráðherra í tíu ár. Margt hefði hann auk þess afrekað - eins og að tryggja frið á Norður-Írlandi. Fyrir hönd sín og flokksins óskaði hann Blair og fjölskyldu hans velfarnaðar í hverju því sem þau tækju sér fyrir hendur í framtíðinni. Blair þakkaði þessi vinsamlegu orð og óskaði Cameron velfarnaðar á öllum sviðum nema því pólitíska. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagðist frá fyrsta degi hafa fengið hnút í magann áður en hann gekk á fund þingmanna í fyrirspurnartímum og engin undantekning hafi verið á því í dag. Að lokum óskaði hann vinum sem og óvinum velfarnaðar og sagði starfi sínu sem forsætisráðherra þar með lokið. Þingmenn Verkamannaflokksins klöppuðu Blair þá lof í lófa og Cameron skipaði öllum Íhaldsmönnum að standa á fætur og hylla hann einnig. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja þetta hafa verið sögulega stund - ekki hafi fráfarandi forsætisráðherra verið hylltur jafn innilega fyrr. Frá þinghúsinu hélt Blair í Buckingham-höll þar sem hann greindi Elísabetu annari Englandsdrottningu frá afsögn sinni. Gordon Brown, fjármálaráðherra, kom í höllina fljótlega eftir að Blair gekk af fundi drottningar og og varð við ósk hennar um að mynda nýja ríkisstjórn. Eftir óvenju langan fund með drottningu hélt nýji forsætisráðherrann í Downing-stræti tíu ásamt eiginkonu sinni, Söruh Macauley. Þar ávarpaði hann fjölmiðla í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Brown sagði þetta nýja stjórn sem myndi setja ný mál í forgang. Honum hefði verið veittur sá heiður að þjóna landi sínu. Hann sagði breytinga þörf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Brown ætlar að tryggja þeim þak yfir höfuðið sem ekki hafi haft ráð á því hingað til og um leið auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum. Síðdegis sagði svo Tony Blair af sér þingmennsku en það er þó ekki sjálfgefið í breskum stjórnmálum. Bæði Margaret Thatcher og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Íhaldsflokksins, sátu bæði um tíma á þingi eftir að valdatíma þeirra lauk. Blair verður sérstakur erindreki fjórveldanna svo kölluðu, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands, sem reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira