Blóðbaði afstýrt Guðjón Helgason skrifar 29. júní 2007 19:17 Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum. Erlent Fréttir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum.
Erlent Fréttir Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira