Vísindamenn hafa fundið vatn utan sólkerfisins, í fyrsta skipti svo óyggjandi sé. Vatnið greindist í gufuðu formi á reikisstjörnunni HD189733b sem svipar til Júipíters og er í 63 ljósára fjarlægð frá jörðu. Það var hópur stjörnufræðinga við Evrópsku geimrannsóknastofnunina sem uppgötvaði vatnið á stjörnunni með því að greina ljósbrot í andrúmslofti hennar þegar hún gekk fyrir stjörnuna sem hún hverfist um.
Hópurinn satarfar undir stjórn Giovanna Tinetti við University College London og notaði Spitzer geimsjónaukann við rannsóknir sínar.
