Svört bráðabirgðaskýrsla um Írak Guðjón Helgason skrifar 12. júlí 2007 12:33 Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim. Bandaríkjastjórn kynnir þingi skýrsluna í dag. Talið er að í skýrslunni verði skýrt frá því að Írakar eigi langt í land með að ná þeim markmiðum sem sett voru. Fulltrúar Bush Bandaríkjaforseta leggja þó áherslu á að þetta sé aðeins bráðabirgðaskýrsla og endanleg skýrsla liggi fyrir í september. Meðal helstu skilyrða sem sett voru af Bandaríkjaþingi sem skilyrði fyrir aukinni fjárveitingu til herliðsins var að stjórnarskrá landsins yrði breytt þannig að tekið yrði á málefnum héraða, félagar í fyrrverandi stjórnarflokk Saddams Hússeins fengu störf, sett yrðu lög um hvernig skipta ætti olíutekjum og skipan í öryggissveitir yrði jöfn milli þjóðarbrota. Talið er að í skýrslunni komi fram að tekist hafi að ná tæpum helmingi markmiðanna og flest lúti þau að skipan og starfsemi öryggissveita. Á móti er talið að skýrslan verði áfellisdómur á störf Nouris al-Malikis, forsætisráðherra, sem hafi samkvæmt henni ekki tekist að sætta ólík sjónarmið mismunandi þjóðarbrota og ekki náð þeim pólitíska árangri sem talin var þörf á. Fyrrverandi Bathistar hafi átt erfitt með að fá störf og það valdi alvarlegum árekstrum, ekki hafi tekist að sættast á hvernig skipta eigi olíugróðanum. Demókratar á Bandaríkjaþingi og margir flokksfélagar Bandaríkjaforseta í Repúblíkanaflokknum eru ósáttir við þróun mála og vilja að brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak verði tímasett hið fyrsta. Bandaríkjaforseti hefur á móti hótað því að beita neitunarvaldi á hvert það lagafrumvarp sem tímasetji brotthvarf. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Sjá meira
Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim. Bandaríkjastjórn kynnir þingi skýrsluna í dag. Talið er að í skýrslunni verði skýrt frá því að Írakar eigi langt í land með að ná þeim markmiðum sem sett voru. Fulltrúar Bush Bandaríkjaforseta leggja þó áherslu á að þetta sé aðeins bráðabirgðaskýrsla og endanleg skýrsla liggi fyrir í september. Meðal helstu skilyrða sem sett voru af Bandaríkjaþingi sem skilyrði fyrir aukinni fjárveitingu til herliðsins var að stjórnarskrá landsins yrði breytt þannig að tekið yrði á málefnum héraða, félagar í fyrrverandi stjórnarflokk Saddams Hússeins fengu störf, sett yrðu lög um hvernig skipta ætti olíutekjum og skipan í öryggissveitir yrði jöfn milli þjóðarbrota. Talið er að í skýrslunni komi fram að tekist hafi að ná tæpum helmingi markmiðanna og flest lúti þau að skipan og starfsemi öryggissveita. Á móti er talið að skýrslan verði áfellisdómur á störf Nouris al-Malikis, forsætisráðherra, sem hafi samkvæmt henni ekki tekist að sætta ólík sjónarmið mismunandi þjóðarbrota og ekki náð þeim pólitíska árangri sem talin var þörf á. Fyrrverandi Bathistar hafi átt erfitt með að fá störf og það valdi alvarlegum árekstrum, ekki hafi tekist að sættast á hvernig skipta eigi olíugróðanum. Demókratar á Bandaríkjaþingi og margir flokksfélagar Bandaríkjaforseta í Repúblíkanaflokknum eru ósáttir við þróun mála og vilja að brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak verði tímasett hið fyrsta. Bandaríkjaforseti hefur á móti hótað því að beita neitunarvaldi á hvert það lagafrumvarp sem tímasetji brotthvarf.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent