Erlent

Sjálfstýrðir bílar í framför

Þróun sjálfstýrðra bifreiða þýtur fram þessa dagana. Að öllum líkindum er þess ekki lengi að bíða að slíkir bílar komi á almennan markað.

Það er helst í Bandaríkjunum sem unnið er hörðum höndum að því að fullkomna gervigreindarvélar og nema í bílana sem treystandi er á.

Til að hvetja vísindamenn hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum efnt til kappaksturs sjálfstýrðra bíla. 50 af mörgum af virtustu háskólum Bandaríkjanna senda hönnun sína til leiks. Verðlaunaféð er um 140 miljónir íslenskra króna.

Auk þess að spara bílaeigendum það ómað að þurfa að keyra sjálfir eru vonir bundnar við að með tilkomu sjálfstýrðra bíla fækki umferðaslysum umtalsvert.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×