Erlent

Kortleggja allt yfirborð tunglsins

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins.
Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins.

Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins. Ouyang Ziyuan yfirmaður fyrstu tunglkönnunar áætlunar landsins tilkynnti þetta í dag.

Hann sagði Kína ætla að skjóta á loft tunglfarinu Chang'e One seinnipart árs 2007, en því er ætlað að taka þrívíddar myndir af tunglinu. Einnig áætla þeir að vera búnir að lenda ómönnuðu fari á tunglinu fyrir árið 2010.

Ouyang sagði, "Eins og er, þá er tunglkönnunar áætlun okkar skipt í þrjár áfanga -- fara á sporbaug um tunglið, lenda á tunglinu og snúa aftur til jarðar"

Í öðrum áfanganum mun ómannað far lenda á tunglinu og kanna vandvirknislega ákveðin svæði og þriðji áfanginn miðar að því að koma sýnishornum aftur til jarðar.

Árið 2003 varð Kína þriðja landið á eftir fyrrum Sovétríkjunum og Bandaríkjunum til að senda mann í geiminn með sinni eigin eldflaug. Í október 2005 sendu þeir svo tvo menn á sporbaug um jörðu og áætla geimgöngu fyrir árið 2008.

Geimferðaáætlanir Kína hafa þurft að þola mikla alþjóðlega gagnrýni af ótta við að í gang fari geim- vopnakapphlaup, eftir að þeir sprengdu upp eitt af sínum eigin veðurathugunar gervitunglum með flugskeyti.

Reuters greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×