Óttast að alheimskreppa skelli á Guðjón Helgason skrifar 10. ágúst 2007 18:30 Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu.
Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira