Erlent

Óttast um geimferjuna Endeavour

Óli Tynes skrifar
Geimferju skotið á loft.
Geimferju skotið á loft.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna óttast að hitaskjöldur geimferjunnar Endeavour sé svo skemmdur að það geti stofnað henni í hættu þegar hún lendir. Það var skemmd í hitaskildi sem varð til þess að geimferjan Columbía sprakk í tætlur í lendingu fyrir nokkrum árum. Sjö manns fórust með ferjunni.

Endeavour er nú tengd við alþjóða geimstöðina, á braut um jörðu. Myndir sem teknar voru við flugtak hennar í gær sýna að stór ísklumpur lenti á hitaskildinum og skemmdi nítján fersentimetra svæði við eitt af lendingarhjólum hennar.

Talsmaður Geimferðastofnunarinnar sagði á fundi með fréttamönnum að á þessari stundu væri ekki vitað til hvaða ráðstafana verði gripið. Rannsaka þurfi skemmdirnar betur og að því loknu verði tekin ákvörðun um hvað verði gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×