Erlent

Kínverjar nota genameðferð við krabbameini

Guðjón Helgason skrifar

Læknar í Kína hafa notað genameðferð við krabbameini og segja árangurinn góðann. Vestræn ríki hafa hikað við að fara þá leið.

Læknar í Kína segja meðferðina skila feiknagóðum árangri í meðhöndlun á krabbameini. P53 genið er það gegn í líkamanum sem heftir æxlismyndun. Krabbamein ræðst gegn þessu geni og skaðar það. Í genameðferð er þessu geni sprautað beint inn í æxli og þannig eyða krabbameinsfrumurnar sjálfum sér.

Á Yanhua Phoenix sjúkrahúsinu í Peking er þessi leið farin. Ding-Gang Li, læknir, segir genameðferð hægt að nota til að meðhöndla æxliskrabbamein. Þar á hann við krabbamein í lifur, lungum, brisi eða maga.

Catriona Dodge er bresk. Hún var langt leidd af krabbameini og breskir læknar sendu hana á heim til að deyja um síðustu jól. Hús segist hafa verið svo máttfarin að hún hafi ekki geta sest upp úr rúminu sínum.

Sonur Cationu var þá að vafra á netinu og rakst þá á umfjöllun um meðferðina á Yanhua Phoenix sjúkrahúsinu. Hann hafði þegar samband og Cationa komst í meðferð.

Nú hefur hún náð töluverðum bata og er ekki eins veik og fyrir rúmu hálfu ári og segist fullviss um að hún væri öll hefði hún ekki farið til Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×