Ný tungumál væntanleg 20. ágúst 2007 15:30 Gunnar Þór Jakobsson er einn þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni. MYND/GVA Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu. Vísindi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu.
Vísindi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent